20.6.2009 | 07:50
I have a dream!
Kæra dagbók nú svaf ég svo vel í nótt hér á sjúkrahúsinu að mig dreymdi og svo læt ég mig sko dreyma áfam og er samt vakandi. Mig nefnilega dreymir um hjólið sem ég sá til sölu á kaffihúsi neðarlega á Laugarveginum í fyrrasumar. Þetta var sambrjótanleg hjól sem var hægt að stinga í vasann (smá ýkjur) og taka með í strætó og leigubíl og svo var líka hægt að hjóla á því. Skútufólkið á oft svona hjól og notar þegar það leggst að, hjólar og skoðar sig um. Sé alveg fyrir mér að vera með svona hjól hér, taka með á milli staða og geta svo hjólað um. Við kærustuparið tækjum okkur vel út . Við Inga María sáum þessi hjól á litlu kaffihúsi við Laugarveginn, þar sem þau voru til sölu og nokkrir voru á svona hjólum í miðborginni. Þau voru ekki mjög dýr en þá sá ég ekki "Pointið" í því að eiga tvö hjól en ég hefði bara átt skella mér á tvö stykki. Það hefði ekki verið neitt mál að hafa þau með en nei alltaf svolítið sein hún frú Rannveig . Hér eru hjól dýr og þá miða ég við laun Svía og endingu hjóla, þá er ég ekki að hugsa um minni endingu sem stundum verður vegna "hjólataps".
Veðurútlitið er ekki slæmt í dag, reyndar glæsilegt fyrir næstu daga , ég ætla að fá mér góðan göngutúr á eftir, hlaupagallinn er niðri í íbúð, svolítið erfitt að vera með mikið af dóti hér á sjúkrastofunni en það er rosa gott fyrir lungu og hjarta og eflaust nýru líka svo ég tali nú ekki um efri hæðina, að ganga úti.
Ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt hér í Stokkhólmi er bara hrifin, ótrúlega mikið af grænum svæðum og útivistarmökuleikar gríðalegir hvert sem litið er svo ku vera mjög gott að versla hér en það á nú eftir að reyna á það, meiri fréttir af því síðar.
Bless bless kæra dagbók.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.