Sól, sól skín á mig..

Kæra dagbók hér er sko sól úti, sól inni og sól í sinni Smile.

Í gær var að minnsta kosti 25 stiga hiti og við vorum úti í næstum tvo klukkutíma í gær að vísu fór stór hluti tímans í það hjá Eyjólfi að horfa á mig drekka hvítvínsglas sitjandi í sólahúsgögnunum við Ronald McDonald, hann fékk ekkert, svona er ég nú frek. Ég meina það það var bara til ein lítil flaska! 

Í dag er jafnvel hlýrra og ég búin að skokka smá hring bara svona til að gleðja Svíana, það er svo gaman hjá þeim að sjá Íslendinginn skakklappast áfram á skjaldbökuhraða móða og másandi hlustandi á 5. Sinfóníu Beethovens. Ég vona að ónefndir dönskukennarar haldi sér í þjálfun svo ég verði ekki minna en 5 kílómetrum á eftir þeim í næsta 10 kílómetra Reykjavíkur marathoni eða Brúarhlaupi, þær verða að hafa tíma til að panta handa mér hvítvínsglas áður en ég kemst í mark svo áfram dönskukennararTounge.

Yfirlæknirinn kom áðan og ræddi við Eyjólf á meðan ég var að versla í matinn í kuffulaginu Crying. Hann ræddi ástandið við Eyjólf og var mjög jákvæður, sýkingin sem Eyjólfur fékk í meltingaveginn var mjög slæm og erfið en búið er að koma böndum á hana og eins er öruggt að hin magkveisan er höfnunareinkenni, GVHD, og hann er á lyfjum sem laga það. Það þykir  æskilegt að fá örugg höfnunareinkenni en þó ekki of alvarleg. Smile

Við áætlum að komast eitthvað út í dag en veðurspáin gerir ráð fyrir að það verði kalt næstu þrjá dag, fer alvel niður í 13°C svo við verðum að taka fram húfur og vettlinga Crying.

Bless kæra dagbók og takk allir fyrir kveðjurnar, gaman að heyra frá svona mörgum en þið megið nú ekki fórna golfinu fyrir kveðjuskrif Happy.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra hvað gengur vel.

Kveðja

Dóra

Dóra Guðbjartsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 09:46

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Ef í dag ég ætti sól og sumar yl,                                                              sólbjartan dag að senda,                                                                                   frá Fróni mundi ég nú í dag                                                                                til ykkar beggja senda.

Svig.

Kv, Sigurjón Bróðir.

Rauða Ljónið, 1.6.2009 kl. 12:06

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Ef í dag ég ætti sól og sumar yl,                                                                       sólbjartan dag að senda.                                                                                    Frá Fróni mundi ég nú í dag,                                                                                til ykkar beggja senda.

Svig.

Kv. Sigurjón Bróðir.

Rauða Ljónið, 1.6.2009 kl. 12:11

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Ef í dag ég ætti sól og sumar yl,

sólbjartan dag að senda.

Frá Fróni mundi nú í dag,

til ykkar beggja senda.

Rauða Ljónið, 1.6.2009 kl. 12:14

5 identicon

gott að heyra að allt gengur þetta í rétta átt:-), hér heima gengur allt sinn vanagang. Ætluðum reyndar að breyta út af vananum um daginn og láta Eirík sjá um eldamennskuna...... Eiríkur var að grilla ofaní okkur og ætlaði að hafa grillaða gæsabringu í forrétt...en þegar bringan þiðnaði kom í ljós blóðmörskeppur  (ekki alveg nógu hentugt á grillið) svo ég held bara áfram að sjá um matinn knús til ykkar

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 17:37

6 identicon

Komið þið sæl.  Ágætis veður hér á klakanum í dag, við fórum að vísu ekki í útilegu, fórum í bíltúr til Þingvalla og fórum í smá göngu. Hef haft það gott enda löng helgi, mér finnst ég alltaf vera í fríi, sjaldan heil vika núna í maí.  Gott að heyra að allt gangi vel.  Hafið þið það sem allra best.

Kveðja,

Anna Stína.

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband