31.5.2009 | 10:34
Aumingja tengdamamma!!
Kæra dagbók nú sé ég það alveg fyrir mér að tengdamamma situr í öngum sínum því klukkan er orðin 10:00 heima og ekkert blogg, hún sem dreif sig á fætur, fyrir allar aldir, til að lesa þessi stórgóðu skrif hjá tengdadótturinni en hvað? Er frúin í Svíþjóð hætt eða löt hvað hefur gerst. Þá er sko komið að mér að kvarta já já fyrst fer Eyjólfur að geta talað eftir nær tvær vikur í þögn og þá átti maður sko góðar syrpur, ég held hann hafi aldrei talað eins mikið og eftir þögnina. Hvað með mig þá, jú ég get rétt skotið inn eins atkvæðisorðum með löngu, afar löngu millibili. Svo núna þá er hann orðinn svo hress að hann einokar tölvuna, búin að lesa Moggann og ég veit ekki hvað og hvað í morgun. Ég náði að kippa henni til mín þegar hann skrapp á salernið og nú er um að gera að vera snögg .
Ég varð fyrir yfirnáttúrulegri reynslu í gær nema einhver haldbetri og eðlilegri skýring sé til en þangað til er þetta ótrúlegt . Sem sé í gær sat ég og var að "vafra" á netinu, af því ég hef svo mikið að gera, nema fór inn á bloggsíðuna hann Sigurjóns bróður, redlion og skoðaði þar nokkra tengla og náði að kvarta í hann að það væri enginn tengill á mig en þessi elska var nú fljótur að kippa því í liðinn! Fór svo að skoða tenglana hans og þar er tengill á Siglufjörð, svo ég fór að skoða, enda hef ég verið að hugsa tölvert norður í fjörðinn fagra og áætla að drífa mig fljótlega í heimsókn. Sé ég ekki mynd á síðunni af honum frænda mínum Jóni Andrjesi þar sem honum var óskað til hamingju með afmælið 19. maí, fleiri myndir voru þarna af ættingjum mínum t.d. ömmu og afa og staurnum sem langafi er á og fleira sem ég á eftir að skoða betur. Þarna uppgötvaði ég að Hinni frændi var bara nokkuð lunkinn við myndavélina. Ýmsar útskýringar fannst mér vanta við myndirnar og sendi Sigurjóni bróður póst um að bæta úr þessu og hana nú. Þá kemur að þessu yfirnáttúrulega: sem ég fer út af Siglufjarðarsíðunni fer ég á bloggið mitt til að athuga hvort einhver elskulegur hafi ekki sent okkur kveðju, nema hvað er ekki þarna kveðja úr firðinum fagra frá Jóni Andrjesi frænda og ég fer ekki ofan af því að þetta er ótrúleg tilviljun, trúi því ekki að Sigurjón hafi hringt í hann og sagt honum frá nöldrinu í mér og ólíklegt að nöldrið skili sér á korteri, nei ekki allavega frá Sigurjóni! Allavega bestu kveðjur frá okkur hjónum norður á Siglufjörð og ég man enn textann sem Jón Andrjes söng "Skín við sólu Skagafjörður skí...." já já.
Hér er sól og hiti og við stefnum á smá göngutúr seinna í dag en okkur finnst mjakast í rétta átt og erum ánægð. Bless kæra dagbók.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælveriði elskurnar mínar! Það er nú í lagi að vera aðeins sein með blogið í dag því gamla settið var að dansa og syngja fram á morgun, það var voðalega gaman og þurftum við að hvíla tærnar aðeins lengur en venjulega í morgun, Siggi var líka með harðsperrur, hann dansaði svo mikið Það er alltaf gaman að hressa upp á gömul kynni skólafélaga Við erum að fara út í góða veðrið og ganga áður en við tökum á móti Ingu og Vigfúsi í matinn. Það er yndislegt að heyra hvað Eyjólfi mínum gengur vel og að sólin skuli skína skært á ykkur,haldið áfram á þessari leiðMamma frá Selló
Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 15:11
Gott að heyra hvað það gengur vel hjá ykkur. Við erum búinn að vera í útilegu í Hrafnagili um helgina... fyrsta útilega ársins (pínu of snemma fyrir mig) og með 5 börn, en allt hefur gengið vel, stutt að skjótast heim að sækja hitt og þetta :)
Sólarkevðja frá Akureyri
Ragnheiður Hulda Þórðardóttir (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 16:25
HÆHÆ,,,,alltaf gaman að lesa bloggið þitt og ánæjulegt þú ert svo jákvæð um að gera lífið gengur út á jákvæðni Rannveig mín,,,,,er Inga María að koma til ykkar?? ,hitti Gúðnýju Öglu í dag og hún er búin að eignast lítinn prins 6 vikna hann heitir Birgir Gauti rosa flottur kv. Sigurlaug og Sigurjón.
Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.