Rétt nafn á bloggi!

Kæra dagbók þá er ég bara vöknuð, svaf vel og lengur en vanalega enda þreytt, hafðí engan tíma til að sofa á Íslandi. Sleeping

Úti er glaða sólskin og 18°C sem er mjög gott, við ætlum að reyna að skoða aðeins góða veðrið í dag. W00t

Ein indæl ung kona sem oft færir mér kaffi kom hér inn áðan til að skipta á rúminu og sagði svona í framhjáhlaupi við mig "voða var það sætt af þér að ætla að koma með hjólastólinn hans Johns". Nei Rannveig-gamla hafði gjörsamlega alveg gleymt stólnum Blush, ég hafði semsé lofað þegar ég fór til Íslands að þegar ég kæmi aftur ætlaði ég skila hjólastól sem "íslensk" hjón höfðu verið með í láni en þau voru mér samferða til Íslands. Ég hafði gjörsamlega gleymt stólnum en svaraði með þessu líka indæla brosi "já ég kem með hann eftir hádegi" Halo

Kæra dagbók ég er þreytt í dag Gasp og hef því ekkert verið að reyna á vel varðveittan vöðvaforða en "koma dagar koma ráð, segir máltækið.... "já já, ég segi bara bless og bestu kveðjur í rigninguna og það verður betra veður hjá ykkur á morgun, ég ætla að fara að horfa til himins því ég á von á fallhlífastökkvara hér á eftir W00t.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ afhverju er sumarið búið hjá okkur á Nýja - Íslandi hundfúlt veður í dag rigning og bara kalt,vona að það sé rétt hjá þér það kemur á morgun.Kv. Sigurlaug og Sigurjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 10:52

2 identicon

Flott hjá þér Rannveig maður skal aldrei vanmeta hvíldina!!!! njótið dagsins og vonandi kemur stóllinn hjólandi til þín frá Íslandi :-))

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 15:21

3 identicon

Sólin kom kl 4:30 í dag, smá skúrirná milli til að vökva trén sem öll eru að koma til sólin skín t.d. skært núna, tilvalið gönguveður eg vona að hún (sólin) skíni líka á ykkur og að allt gangi vel hjá ykkur.   Baráttukveðjur!Mamma frá Selló

Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 20:10

4 identicon

Komið þið sæl og takk fyrir síðast.  Þetta var frábær veisla hjá henni Ingu Maríu ykkar, stórglæsileg.  Sá gamli kom heim í gær og biður að heilsa ykkur, spældur að missa af veislunni.  Hann var bara sæll eftir dvölina í Tyrklandi.  Veðrið bara gott hér á klakanum, ýmist skúrir eða sól í dag.

Kveðja frá okkur hér á Völlunum, hafið þið það sem allra best.

Anna Stína

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 21:21

5 identicon

Kæru Rannveig og Eyjólfur

Bestu þakkir fyrir frábæra stúdentsveislu, alltaf gaman að hitta ættingjana sem gerist reyndar allt of sjaldan. Mamma var mjög ánægð með veisluna og að hafa hitt svona margt fólk, fannst það mjög hressandi hún sendir bestu kveðjur til ykkar. Við Andrés þökkum einnig fyrir okkur.

Ykkur hefur heppnast einstaklega vel með afleggjarana ykkar, ættuð kannski að fara að leggja í aftur :) allt er fimmtugum...

Gott að heyra að meðferðin gengur vel, það er alltaf hressandi að fá útivistarleyfi, vona að þú njótir þess Eyjólfur aðkomast í sænska sól, þó óvenjulegt sé þá er rigningin hér.

Kveðjur

Ingibjörg

Ingibjörg Hinriksdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 22:38

6 identicon

Hæ hæ

Gaman að sjá að allt gengur eins og það á að gera. Nú verður tíminn fljótur að líða. Gott líka þegar maður kemst í heimilislegra umhverfi....það munar bara öllu. Njótið sólarinnar (bara muna að bera á kallinn blokk..hehe) og alls þess fallega sem Stokkholm hefur upp á að bjóða  Yndisleg borg.

Kveðjur frá okkur Sirrý og Einar

Sigríður M.Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband