Svíþjóð ídag!

Kæra dagbók þá er ég bara mætt í Svíþjóð eftir gott flug og enn betra skutl á "Leif Eiríksson", sætahitarar eru lífsnauðsynlegir í bíla. Joyful

Dagurinn í gær gékk mjög vel, Smile  allir boðnir og búnir til aðstoðar, útskriftarathöfnin var löng en ekki verið að eyða tímanum í kjaftæði. Við Vigfús sáum/heyrðum að Rektor og Konrektor við MH þurfa mun minna að tala en Skólameistari og Aðstoðarskólameistari vð Flensborarskóla. Núna útskrifuðust 153 nemendur úr MH en okkur til þæginda var ein ung stúlka sem tók að sér nær öll námsverðlaunin svo afhendingin tók mun skemmri tíma en ef fleiri hefðu verið um hitunina, takk kærlega. Dúx MH var með meðaleinkunnina 9.93 og tók yfir 220 einingar á 4 árum, semsé fjórar níur og restin tíur og aldrei betri námsárangur í sögu skólans. Wink

Inga María stóð sig mjög vel og var glæsileg að vanda og veisla fór vel fram, engin slagsmál brutust út, húsnæðið frábært og ótrúlegt hvað vel rúmaðist. Huldar útbjó DVD disk úr upptökum úr veislunni og frá athöfninni og það vorum við Eyjólfur að skoða eftir að ég lenti í dag, frábært. Happy

Áðan kom íslenski hjúkrunarfræðingurinn "okkar" inn og lét okkur í té nýustu tölur úr blóð "kjördæminu" og þær eru sérdeilis góðar og henni fannst þetta svo flott að það var eins og hún væri að færa okkur gullpottinn og þetta er það reyndar í okkar huga. Cool

Núna ætla ég að fara að pússa sólgleraugun því að  á morgun þarf ég að líta til himins til að sjá fallhlífarstökkvarann svífa hér til jarðar því ég veit að ónefnd vinkona á eftir að sjá að sér og hoppa úr fluvélinn á leið til Finnlands, enda ég meina hvað hefur Finnland að bjóða sem ég hef ekki, ekkert. Tounge

Við sendum okkar bestu kveðjur til allra og takk fyrir alla frábæru hjálpina. "Gamla" samstarfsfólkið mitt í Setbergsskóla fær sérstakar kveðjur og þakklæti frá okkur hjónum Kissing

Nú er mín bar orðinn þreytt og segi því bless bless kæra dagbók! Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ,,,, takk fyrir laugardaginn gaman að ná smá kveðju til þín Eyjólfur, alltaf hugur til ykkar,við gammel hjúin erum búin að vera úti í dag bara gott. kv Sigurlaug og Sigutjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 17:51

2 Smámynd: Júlíana

Eins gott að engin slagsmál urðu. Ég er sammála með sætishitarana, skil ekki tilhvers bílar eru framleiddir án þeirra.

Júlíana , 24.5.2009 kl. 19:23

3 identicon

Frábært að dvd diskurinn virkaði.  ég notaði svoldið meiri tíma en síðast greinilega í að klippa hann, því ég hafði ekki tíma til að skoða afraksturinn sjálfur;)

Ég fór 1/3 upp á Esju í gær, var að prufukeyra glænýja skó, þarf eitthvað að skoða það að fá mér innlegg, því mér var orðið illt í ilsiginu strax á bílastæðinu;)

Í dag fórum við Róbert í hjólatúr næstum til Bessastaða.

í gærkvöldi var svo reuninon með barnaskólahópnum, gaman að hitta suma í fyrsta sinn í 20 ár eða eitthvað.

Huldar (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 21:13

4 identicon

Já Rannveig mín horfðu til himins á eftir.  Bestu þakkir fyrir síðast.  Já, hún var sko glæsileg hún Inga María hún er það reyndar alltaf.  Gott að heyra að allt er á réttri leið hjá Eyjólfi vona samt að hann sé ekki mikið að grípa fram í fyrir þér.

Knús,

Edda

edda (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband