22.5.2009 | 07:34
Flugdagur.
Kæra dagbók þá er min bara að fara að yfirgefa eiginmanninn í tvo sólahringa, það er ekki fallegt! Ég ætla að vera fulltrúi okkar beggja, tveggja manna maki ekkert mál.
Skrítið bæði litlu börni verða sem sé orðnir stúdentar á morgun og þá hendi ég þeim að sjálfsögðu að heiman, geta séð um sig sjálf, reyndar gera þau það nú þegar og gengur mjög vel, duglegir ungar
Vigfús Almar útskrifaðist rétt eftir að pabbinn greindist í desember og var reyndar í prófum þá en stóð sig vel. Þá var smá gleiði og pabbinn komst aðeins heim í köku en ekki mikil veisla en góð. Inga María hefur alveg haldið sínu striki þrátt fyrir álagið sem á henni hefur verið og klára stúdentinn á þremur árum, "sem er mjög gott" og við ætlum að blása til veislu. Ég geri náttúrulega ekkert nema fara í klippingu er búin að fá frábært fólk til að aðstoða og sendi nöfnu hennar með hana í bæinn að finna kjól, það gékk víst mjög vel og amman segist enn vera við hestaheilsu, ég á reyndar eftir að sjá útkomuna já bæði á ömmunni og kjólnum
Eyjólfur er fremur slappur eftir erfiði síðustu vikna en öll gildi í blóðinu rjúka upp, við og hjúkrunarfólkið erum mjög ánægð með það. Hann ætti að ná góðri hvíld næstu tvo sólahringana Ég hlakka til að hitta alla, næstum, þegar ég kem heim og ég veit að hugur Eyjólfs verður með mér.
Bless bless kæra dagbók.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með báða ungana ótrúlega sterk þessi börn - enda börn foreldra sinna :-), gott að heyra að blóðgildin séu að aukast, kær kveðja SJ
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.