21.5.2009 | 09:00
Stängd!
Kæra dagbók þá er ég, eins og þú veist þekkt fyrir að vera yfirveguð og skoða hlutina vel. æða aldrei út í óvissuna, vera með allt á hreinu/tæru. Í morgun komu nú Svíarnir mér á óvart ja hérna! Ég var búin að gefa út þá yfirlýsingu í gær að í dag væri það fitness og nú skyldi tekið á því burt með bíngóvöðvana, báðum meginn! Fram úr rétt fyrir sjö, hljóp niður til að ná þvottavélinni og öllum handklæðum og nærfötum hent inn, prógrammið sett á og ég hafði 68 mínútur til að nota í ræktina. Hentist af stað, vá rosalega fáir á ferli hér um bil enginn, einn einmana karlmaður á leið í lestina og ég var bara korteri fyrr á ferðinni en vanalega, rosalegur munur, vanalega krökt af fólki á leið úr og í lestina rétt fyrir hálf átta. Jæja sveif inn á lestarstöðína með stæl og að innganginum að fitnessinu en hurðinn var eitthvað svo stíf, bíddu við miði á glerinu "Stängt Kristi himmelsfärdsdag" "WHAT"! Maður er nú orðinn svo klár í sænsku að maður náði því alveg að það væri lokað vegna Uppstigningadags sem er væntanlega líka á Íslandi núna! Var Jón líka með lokað? Er ég svona heiðin eða er þetta hin velþekkta flótfærni, allavega núna veit ég að það er Uppsigningadagur og um þar næstu helgi er þá Hvítasunnan en ég verð örugglega búin að gleyma því þá, skrítið ég sem mundi alltaf eftir öllum frídögum og auka frídögum þegar égvar að kenna.
Ég ákvað að fá mér smá, oggolitla, göngu í staðinn en af því að ég var búin að ákveða að fara í fitnessið þá gat ég náttúrulega ekki farið að skokka! Fór í staðinn heim og lakkaði á mér táneglurnar!
Það hefur verið lúksus hjá mér síðustu þrjá daga og lítur út fyrir að sá fjórði sé runninn upp. Eyjólfur á nefnilega erfitt með að tala vegna særinda í munni og koki svo að ég get látið dæluna ganga allan daginn (nú held ég að Garðar öfundi mig) og svo spyr ég Eyjólf um hitt og þetta og passa mig vel á því að ekki sé hægt að svara með eins atkvæða orði. Eyjólfur er reyndar þekktur fyrir þolinmæði eins og alþjóð veit og því er enn allt í fína lagi á sjúkrastofunni og svo fer ég heim í tvo daga!
Eitt verð ég að nefna sem ég er virkilega ósátt við Alla daga er verið að halda hitaeiningum að Eyjólfi og passa upp á að hann léttist ekki. Ég man nú bara aldrei eftir þessu með mig, ekki frá blautu barnsbeini, ekki þegar ég át allt brauðið upp í sumarbústað hjá Stebbu og það þurfti að fara í bæinn og kaupa meira svo aðrir fengju líka að borða. Mamma talaði jú um að það hefði verið svo gaman að gefa mér að borða því ég át allt, já allt. Hún var náttúrulega búin að reyna að troða í þrjá stráka áður og þurfti ýmist að leika matinn ofan í þá eða ljúga hann niður og segja að þetta væru kótilettur frá hinu og þessu landinu og sá þriðju ældi öllu upp. Sjáið líka hvernig þeir líta út í dag, ég er ríkust af þeim, á mestan varaforða ef það kemur hungursneyð á vestulöndum og hlít þá að lifa lengst.
Jæja kæra dagbók var ekki ein yndisleg að færa mér kaffi svo ég segi bless og ég vona að allir verði áfram svona duglegir að senda okkur kveðjur.
Tókuð þið eftir hvað ég er orðin klár í broskörlunum, tengdamamma getur þetta svo ég varð að reyna!
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Rannveig
Vildi bara senda ykkur kveðju og kvitta fyrir komuna því ég fylgist alltaf með. Samgladdist ykkur innilega í gær yfir þessum góðu fréttum.
kveðja
Dóra
Dóra Guðbjartsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 10:05
Hæ hæ góð dagbókin hjá þér í dag kv. til ykkar
Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 18:33
Komið þið sæl, já hér er blíðan, ég flýt út úr rúminu á morgnana. Flottar fréttir með blóðkornin. Rannveig ég er vissum að þú hefðir komist í ræktina hér í morgun.
Kveðja frá okkur hér á Völlunum.
Anna Stína.
Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 20:36
Hæ Rannveig mín.
Bestu kveðjur til ykkar Eyjólfs frá okkur hér á 85. Fylgjumst með á hverjum degi. Þú ert mjög skemmtilegur penni.
Bestu kveðjur.
Edda
Edda (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 21:12
Flott hjá þér að lakka bara táneglurnar það er nefnilega ágætis teygjuæfing og teygjunum má ekki gleyma Á maður að segja aumingja Eyjólfur að þurfa að sitja undir þessu...eða þú heppin að fá að tala án þess að gripið sé fram í fyrir þér allavega hefði Garðar löngu verið búinn að taka af þér orðið Ég varð líka að prófa broskarlana........naumast hvað maður verður góður í tölvum einhvern daginn jæja það fer að koma háttatími kærar kveðjur til ykkar og knús Sandra
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 22:10
Sæl Rannveig
Gaman að heyra hve vel gengur hjá ykkur í Svíþjóð. Fylgist með ykkur og óska ykkur alls hins besta.
Kveðja
Magga S
Margrét Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.