20.5.2009 | 10:25
Það er þetta með fyrirsagnirnar..
Kæra dagbók frábærar fréttir í dag, vart var við hvít blóðkorn í blóðprufum í dag svo nú fara þær að fjölga sér, húrra!! Þetta er fyrr en ég átti von á en samt á réttum og góðum tíma segja læknarnir. Nú fer honum að líða betur en það er samt alltaf búist við einhverri höfnun og það er æskilegra að fá einhverja en þó ekki mikla, þetta getur gerst á næstu dögum eða mánuðum. Þetta er ástæðan fyrir því að við þurfum að vera fram yfir miðjan ágúst hér.
Nú er það ég; ég skokkaði í morgun en hélt mig frá skógargöngustígum vegna andúðar minnar á litlum sætum snákum. Svo fann ég "Flensborgartröppurnar" og hljóp upp þær þrisvar, það er upp gékk niður, upp gékk niður, upp og gékk göngustíginn í gegnum skóginn heim, búin að hlaupa frá mér allt vit því ég mundi ekkert eftir "jevla" snákunum.
Í dag er mjög hlýtt úti en ekki mikil sól, gott göngutúara veður.
Smá viðbót; ég þurfti að skreppa yfir á Ronald áðan og setti upp sólgleraugu vegna sólar og hvað gerist enginn snákur að flækjast fyrir. Þeir héldu nefnilega að ég væri gleraugnaslanga og voru sjálfir bara drulluhræddir, hér eftir verða allir skógagöngustígar farnir með gleraugun á nefinu, meira að segja skokkandi.
Bless kæra dagbók!
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að vita að þetta gengur svona vel.
Bestu kveðjur frá Katrínu og Stefáni.
(Jävla orm,spurning um grindahlaup).
Katrín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:17
Hæhæ frábært að heyra svona á þetta að ganga elskurnar þau fjölga sér það er alveg pottþétt, ég er með Frokost núna í hádeginu Ester systir er stödd hér með tvö barnabörn sín og þau koma á eftir ætla að gefa þeim Mexikanska-kjúklingasúpu með doritos,sýrðum rjóma og osti svo brauð með.kv. Sigurlaug og Sigurjón.
Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:59
Mikið er ég glöð að lesa þessar góðu fréttir, tek undir með þér:Húrra, Húrrahúrrahúrraaaaaa Allt gekk vel hjá okkur nöfnunum í gær, fórum inn í 10 búðir amittakosti.Sólin fer að skýna á ykkur um helgina og lengur lægðin við Bretlandseyjar er að hverfa,við höfum verið í sólarparadís í eina viku.Stebba er 50 ára í dag. Við sendum ykkur okkar sterkustu og bestu baráttukveðjur. Mamma og pabbi frá Selló
Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 14:05
Hæ hæ - frábært að heyra svona góðar fréttir, þetta gengur allt eins og í sögu. Við erum að fara í "útilegu" einn dag í Laugardalinn (eða þ.a.s. ég) þar sem Huldar er að klára verkefni í skólanum. Strákarnir eru alltaf að spurja hvenær við förum eiginlega í útilegu, þannig að ég fékk þessa brillíant hugmynd. Við getum labbað í sundlaugina og Húsdýra- og fjölsk.garðinn á meðan Huldar er að vinna uppí skóla - og auðvitað fengið fullt af gestum til okkar!! Þetta verður örugglega mjög gaman. Bestu kveðjur Sólveig og Co.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 15:28
Hæ aftur, tengdó vildi að ég sendi ykkur fréttir af því hvað honum Róberti Inga gekk vel í prófunum í Tónlistaskólanum, hann fékk 9,8 í tónfræði og 9,2 í píanó prófinu - frábært það. Kveðja Sólveig
solveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 17:01
Alltaf gaman að fá góðar fréttir, til hamingju með það!!!! Sniðug að fatta þetta með gleraugun hahhahha þú ert engri lík! Áfram baráttukveðjur til ykkar, knús SJ
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 18:43
Frábært að fá góðar fréttir, gott að allt er á uppleið þegar þú skreppur frá til Íslands. Sammála Söndru, þú ert þrælsniðug að fatta þetta. Knus og kram, hs
Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 20:48
Hmm ég hef aldrei heyrt um hlaupandi gleraugnaslöngu fyrr !! En allt er einhvern tímann fyrst. Ég er farin að sjá þig fyrir mér hlaupandi um allar trissur þarna og bíð spennt eftir að lesa um næsta búning sem þú ætlar að bregða þér í. Bestu kveðjur til söfnunargæjans á spítalanum. Koma svo vera duglegur að safna þessum hvítu :) Risaknús yfir til ykkar kveðja .Ásta
Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.