15.5.2009 | 10:04
Sól, sól skín á mig!
Kæra dagbók nú er sko sól en það var svolítið kalt þegar ég fór í "fitnessið " í morgun en er að hlýna.
Ég er eini kvenmaðurinn sem mæti á morgnana, (opna reyndar ekki fyrr en kl.07:00) hinir gestirnir eru óbroshýrir karlmenn eins og mæta í Hress á milli fimm og sjö á daginn, sem sé stunur og lóðaskellingar. Í morgun var þó einn broshýr og elskulegur, sem ég hjálpaði að stilla hjólið því hinir alvarlegu gátu ekki sleppt lóðunum, hefðu ruglast í talningu. Þessi broshýri var um sjötugt og skellti engum lóðuum æfði bara jafnt og þétt og brosti þar til allt fylltist fyrir utan af slökkviliðsbílum, tækjabílum, lögreglubílum og hvað þetta nú allt heitir og allir blikkandi bláum ljósum. Hann leit á mig og ég sá að hann hugsaði já þetta er sú seka, lítur út eins og Svíi en talar ensku, grunsamlegt. Ég forðaði mér hið snarasta enda búin með prógrammið. Þegar ég kom niður, en ræktinn er á efrihæðinni í lestarsöðinn, sá ég tilkynningu um lestaróhapp sunnar á teiunum, hef ekki nánari fréttir af því.
Þegar ég var búin í sturtu eyddi ég dágóðum tíma í að blása hárið og mála mig til að vera hugguleg þegar ég færi að hitta föngulega manninn á sjúkrahúsinu. Fór í gallabuxurnar og spennti belti, yes mín bara orðin svona grönn eftir öll hlaupin, beltið bara vítt, yes, yes. Skondraði lengri leiðin á sjúkrahúsið til að sýna mig og kom alsæl ti Eyjólfs en leit í spegil, hárgreiðsla sem hefði sómt Grýlu vel fokin og úfin en maskarinn hafði þó ekki fokið af. Svo þegar nánar var að gáð kom í ljós að ég hafði sett í vitlaust gat á beltinu, hafði ekkert grennst, æ æ. Þetta var samt yndislegur hálftími!
Í dag er vika frá því að Eyjólfur fékk þýsku stofnfrumurnar og allt gengur eins og á að ganga ekkert í raun óeðlilegt en þetta er töff.
Við fengum fullt af frábærum keðjum í gær og okkur fannst það æðislegt svo er það bara Eurovision-skál til ykkar!
Bless kæra dagbók.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HÆ..... gaman að lesa bloggið þitt,,,,,við erum að fara á morgun í ættarhiting hjá mer ca.80-90 manns það eru við systkinin og afkomenur okkar í Fannahlíð undir Akrafjalli bara gaman gaman hlakka rosa til matur og fínt Ester systir kemur á morgun með tvö barnabörn sín 7 og 10 ára bara flott. Kv. til ykkar Sigurlaug og Sigurjón.
sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 11:37
Sælar dúllurnar mínar. Loksins, loksins, nú eru veðurguðirnir góðir við okkur. Frábært veður enda tími til kominn.
Baráttukveðja frá okkur Víðó.
Allir hugsa til ykkar.
Kveðja,
Anna Stína.
anna kristín (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.