Hann á afmæli í dag, hann.....

Kæra dagbók þá er runninn upp afmælisdagur Eyjólfs, 48 ára, hann er búinn að ná mér!

Ég náttúrulega vakti athygli þegar ég mætti hér á spítalann í morgun, með tvo sænska snúða með sitthvoru kertinu í,  fjóra og átta. Það hefur verið stríður straumur af starfsfólkinu að óska Eyjólfi til hamingju með daginn, voða gaman. Ég náði að kaupa smá pakka þegar ég fór í gær að versla garn og það kom mjög skemmtilega á óvart.

Ég fór út á skokkið í morgun og snigillinn tók ekki sensinn á að keppa við mig svo að ég hljóp ein alveg nýja leið og komst til baka á tilætluðum tíma enda notaði ég sólina núna.

Þegar ég var búin að sturta mig og setja í þvottavél, ég er nefnilega svoooo myndarleg, fór ég að fá mér morgunverð og eru ekki sænsku systurnar mættar og buðu mér upp á kaffi. Himneskt sterkt kaffi ekkert sull. Það kom líka í ljós að þær eru í ætt við Emil nokkurn í Kattholti allavega aldar upp og búa í Smálöndum og eru ekki allir skyldir honum þar. Ég sló nú bar um mig á sænsku þar sem sú eldri talar ekki ensku. Við ræddum um Astrid Lindgren og þeim þótti nú bara nokkuð merkilegt að ég hefði lesið bækur hennar þegar ég var krakki, var ekkert að segja þeim að gerði það líka eftir að ég varð fullorðin og fylgdist vel með þáttunum um Emil og fór á leikritð með Ronju eftir að ég varð fullorðninn.

Kæra dagbók ekki meira frá mér í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn Eyjólfur og gangi þér vel Kv. Sigurlaug og Sigurjón

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 11:58

2 identicon

Hjartanlega til hamingju með piltinn

Bestu kveðjur

Katrín og Stefán.

Katrín Hrafnsóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 12:52

3 identicon

Komið þið sæl elskurnar mínar og til hamingju með daginn Eyjólfur minn.  Rannveig það gott að þú hafir fengið almennilegan sop í morgun.  Náið þið að vera jafngömul í þrjár viku?

Gangi ykkur vel,

Anna Stína.

anna kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:50

4 identicon

Sæl kella, til hamingju með bóndann. Færðu þér ekki vel kælt hvít- eða freyðivín í tilefni dagsins. Enn töluvert helv... rok hér og fólk heldur varla vatni yfir því að hitastigið er að skríða í 10°! Ég vil bara fá almennilegt pallaveður þar sem maður getur kælt sig niður með einhverju góðu og ekkert hálfkák.  Jæja, nóg nöldur, eigið góðan dag ljúfurnar, kv. hs

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 14:22

5 identicon

Elsku Eyjólfur.

 Innilegar hamingjuóskir með daginn.

Gangi ykkur vel,

Edda

Edda (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 15:33

6 identicon

Innilegar hamingjuóskir með afmælið kæri frændi  !!! 
Láttu nú dekra vel við þig.

Rannveig, þú hleður svo upp myndir af öllum prjónaskapnum, erþaki?

Kærar kveðjur og gangi ykkur ægilega vel.

Stella Björg.

stella björg kristinsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 15:38

7 identicon

Til hamingju með afmælið frændi og gangi þér vel.

Kær kveðja.

Hulda og Biggi.

Hulda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 17:20

8 identicon

Innilegar Hamingjuóskir með daginn :D

Kær Kveðja.

Andrés Ingi Vigfússon, Þórdís Sigríður Mósesdóttir og Sigurður Jóhann Andrésson:)

Sigurður Jóhann Andrésson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:02

9 identicon

Til hamingju með daginn Eyjólfur, það eru ekki allir sem hafa svona prinsessu eins og þú til að láta dekra við sig  - það er best að fá sér eitt rauðvínsglas og skála fyrir þér!!! knús til ykkar!!!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 21:52

10 identicon

Elsku Rannveig mín innilegar  hamingjuóskir til Eyjólfs með afmælið. Ég verð ári yngri í rúman mánuð he,he. Bestu kveðjur og afmælisknús

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband