13.5.2009 | 08:51
Engar fréttir!
Kæra dagbók runninn er upp miðvikudagur! Fitnessaði mig í morgun og ekkert kaffi, hvar endar þetta. Það er mjög fallegt veður úti en maður er orðinn svo heimtufrekur að manni finnst ekki nógu heitt.
Ég ætla að skreppa á eftir með lestinni í Huddinge-center og kaupa almennilegt garn, hef ekki nennt en nú verð ég því hitt er búið og ég er með "njálg".
Þegar við fórum í gær í hressingargönguna (voða stuttu) þá sáum við að allur gróður er kominn mun meira af stað en þegar við komum og það er búið að setja niður fullt af sumarblómum. Allir voða duglegir að vinna í görðunum sínum hér það gleður okkar augu að sjá falleg blóm svo ekki sé talað um blómstrandi tré.
Eyjólfur er svipaður en mjög duglegur að gera það sem ætlast er til af honum og að fara út sem á að vera mjög gott.
Jæja kæra dagbók á morgun verða kannski fréttir af garninnkaupaferðinni, sem ég vona þó að verði ekki söguleg. Aftur og aftur takk fyrir allar góðu kveðjurnar að heiman og hafið það sem allra best í góða veðrinu sem verið er að spá, og kemur, fínt að fara út að skokka.
Bless bless kæra dagbók.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eg sagði ykkur að hatturinn væri góður Þeir segja að það muni læja í dag og að hitinn á að fara í 18 til 20 gráður fyrir norðan og það er nú gott því að þar hefur verið svo kalt.Svíarnir okkar eru farnir heim til Svíþjóðar. Allt gengur vel hjá okkur. Við sendum ykkur bestu kveðjur, hugur okkar er hjá ykkur, munið það!!Mamma á Selló
Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 10:03
Gott að heyra að allt gangi eins og það á að gera. bestu kveðjur frá Stebbu og Snorra
Stefania Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:00
Halló Rannveig. Ég frétti af bloggsíðunni þinni í morgun og er að kvitta fyrir innlitið. Gott að fá að fylgjast með. Hér er hífandi rok , hlýtt og mengun ( talað um ósonmengun) frá meginlandinu og svifryk! Þú, náttúrufræðikennarinn, ættir að kannast við svona lýsingu á náttúrunni en ég man ekki eftir að hafa heyrt þetta orðað svona. Hafðu það svo bara eins og þú vilt hafa það Rannveig mín!
Bestu kveðjur
Guðríður Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 17:58
Bestu kveðjur til ykkar Eyjólfs, Rannveig mín.
Edda B (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 20:16
Hæ Rannveig, mikið er gaman að lesa bloggið þitt mér fannst ég á tímabili vera komin til Svíþjóðar ég lifði mig svo inn í lýsingarnar. Gaman að heyra að þið komist í stutta göngutúra Eyjólfur er náttúrlega algjör nagli(eins og við höfum alltaf vitað), og húmorinn er aldrei langt undan hjá þér. Mér finnst að það eigi að senda einhvern frá Hress til þín til að sjá um kaffibollann þetta gengur auðvitað ekki að þetta starfsfólk átti sig ekki á prinsessunni sem er á svæðinu. Við þurfum að vinna í þessu hér heima....Bestu kveðjur til ykkar og stórt knús!
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:00
Sæl Rannveig mín. það er orðinn fastur daglegur liður hjá mér að kíkja á bloggið þitt. það er frábært að fylgjast með ykkur, skoða myndir og sjá að húmorinn er samur sem fyrr. Ég get þá líka komið fréttum af ykkur til samstarfsfólks og það eru ansi margir sem reyna að senda ykkur orkustrauma. Sé að þú ert búin að fá fréttir af veðrinu hér sem er að gera mig meira gaga en venjulega svo ég er ekkert að ergja mig á að segja þér nákvæmlega frá því.Heyrumst og "sjáumst" á fésinu og sem víðast; kveðja, þungi,rasssíði dönskukennarinn (því ég kemst aldrei út vegna veðurs).
Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.