12.5.2009 | 10:44
McDonald!
Kæra dagbók ég ætla að byrja á að leiðrétta gamla rangfærslu, Ronald McDonald er eins og allir vita, nema einhver Svíi, trúðurinn á McDonald skyndibitastöðunum eins og reyndar Vigfús var búin að segja mér í upphafi. Annað hvort er ég svona léleg í ensku eða einhver sænskur karlmaður sem vildi ólmur leiðrétta mig með minn misskilning á því hver Ronald væri, hann vildi meina að þetta væri trúðurinn í Simson. Ég asnaðist til að taka mark á þessum besservisser sem vissi sko betur en ljóskan frá Íslandi sem var þar að auki frá Hafnarfirði. Mikið var ég samt, já eiginlega hneyksluð á því að verið væri að nefna húsið eftir þessum klikkaða trúði í Simson en Svíinn fullyrti að það væri vegna þess að börnum þætti hann mun skemmtilegri en McDonalds trúðurinn ég reyndi þó að rökstyðja mitt mál með því að segjast hafa haldið að McDonald´s hefði styrkt húsið, þetta fannst Svíanum bara fyndið og sagði að allt væri á kostnað ríkisins. Þar sem allir í fjölskyldunni hafa mun meiri sans fyrir teiknimyndum og leikurum en ég sem er heft á því sviði man aldrei hvað bíómyndir heita eða leikarar, nema George Cloony, Bandera og Brad Pitt, hvað þá að ég muni hvort ég hafi séð þessa eða hina myndina. Sem sé tveir ættingjar, systkynabörn, voru fljót að senda mér inn leiðréttingu en því miður var Besservisserinn farinn, ég hefði sko látið hann heyra það, enda búin að fá staðfestingu á framlögum McDonalds frá umsjónarmönnum hússins.
Fínt veður í morgun veðurfréttamönnum (ekki veðurfræðingum) fer fram, svo ég skellti mér í skokkið, hraðinn gífurlegur, fór fram úr snigli en hérinn hljóp upp á hól. Nú væri gott að það væri 2007 því þá hefðu dönskukennararnir bara skellt sér í hring með mér til að tékka á hraðanum og utanvegarhlaupakonan (vá) gæti hlaupið hér um allt með garminn sinn, gæfi reyndar ekki í annað að fenginni eigin reynslu. Huldar er búinn að fá liðsstyrk svo ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að þurfa að keppa við dönskukennarana!
Ég var vel sveitt eftir hlaupinn í morgun (má náttúrulega ekki hugsa um hreyfingu þá svitna ég), fór beint í sturtu og niður til að taka til morgunmat fyrir mig en hvað er ekki tilbúinn morgunmatur fyrir alla í boði. Hver bauð? Nú engin annar en McDonald´s. Morgunmaturinn var vel útilátinn og ferskur.
Kæra dagbók þetta fer nú að verða svolítið löng þvæla en Eyjólfur er enn slæmur í meltingunni og núna er hann "penískur" það er varnarkerfið farið, eins og á að vera, og hann er útsettur fyrir öllum síkingum jafnvel bakteríum sem lifa á húðinni, vanalega í sátt og samlyndi við hýsilinn. Þannig að við gerum ráð fyrir að hann fái einhvern hita næstu daga sem er eðlilegt í þessu ferli en ekki gaman!
Bless kæra dagbók og takk fyrir góðar kveðjur og endilega haldið áfram að skokka!!!!
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sit hérna með fólkinu í íþróttahúsinu og er að sýna þeim bloggið þitt darling :) Risaknús frá öllum
Ásta og staffið í íþróttahúsinu Setó (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 11:14
Bestu kveðjur til ykkar Rannveig og gangi ykkur vel. Kveðja frá mínu fólki.
Sigríður Ólöf (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:27
iss, vitlausir þessir Svíar, aðallega þessi með Simpsons á heilanum.
Passaðu þig að hlaupa ekki yfir þig, gæti verið slæmt. Bið að heilsa þessum peníska og gangi ykkur vel.
Júlíana , 13.5.2009 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.