Sigga Storm til Stokkhólms!

Kæra dagbók hér sit ég upp á sjúkrahúsi hjá Eyjólfi og er rétt að þorna, já þorna ekki vegna drykkju nei; blotnaði í rigningu. Ég var þetta litla ánægð með veðurspána: sól, smá ský, 16°C og 3-4 m/sek, fínt göngutúra veður og nú ætlaði frúin að taka lestina á næstu stoppustöð, Huddinge-center. Þar eru nokkrar verslanir og var ég búin að "spotta" garnverslun og hugðist kaupa almennilegt garn ekki eitthvað 100% acryl eins og fæst í kuffulaginu og ég hef verið að hekla úr. Ég veita að hann Siggi stormur hefði nú staðið við sína spá ekkert verið að lofa einhverri sælu og standa svo ekki við það, hvað er þetta eiginlega með sænska veðurfréttamenn vita þeir ekki að það á ekki að lofa einhverju sem ekki er hægt að standa við og hana nú, koma svo með sólina!!

Ég "fitnessaði" svolítið í morgun var mætt rúmlega 07:00 að staðartíma, 05:00 á Greenwitch tíma (íslenskur tími). Svíarnir í þessu hverfi (mikið innflytenda hverfi) eru sko ekkert að mæta svona á næturnar, ég átti staðinn og starfsstúlkan þreif bara á meðan en bauð ekki upp á kafffi, hvað er eiginlega að veit hún ekki að ég mæti í ræktina/fitnessið til að fá sterkt kaffi. Ég gæti alveg talað við hana líka sagt henni nokkrar slúðrur frá Íslandi (fann gamalt Séð og heyrt hér á sjúkrahúsinu), nei henni er nær má ég þá biðja um Ástu mína eða hana Ednu mína takk fyrir.

Eyjólfur er eitthvað hressari í maganum í dag og er að lesa "Moggann" sem heitir hér "Stockholm city" rosaleg sænskt eitthvað. Okkur fer fram dag frá degi í sænskunni og getum ekki bara beðið um hvítvín, kók og kaffi heldur líka ristað brauð með marmelaði og svo getum við líka þakkað fyrir okkur á sænsku, þvílík málaséní sem við hjónin erum.

Jæja kæra dagbók þá vil fara að fá þessa sól sem mér var lofað því mikið er mig farið að vanta garnið! Bless í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elskan mín! hér er búið að vera öskrandi rok kuldi og rigning síðasta sólahring, Holtavörðuheiðin ófær vegna snjóa, þeir eru ekkert betri hér,lofa sól og 13 stiga hita, en þetta fer allt að koma Það var sól í Kringlunni í gær og mikið gaman.Verðum í bandi  Kærar kveðjur til ykkar elskurnar mínarmamma á Selló.

Inga maría Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:15

2 identicon

Sæl verið þið í Svíaríki. Þið eruð greinilega að verða heimavön. Gott að sjá að allt hefur gengið samkvæmt óskum. Fylgjumst með ykkur - gangi ykkur allt í haginn. Bestu kveðjur frá Klapparholti 10

Þórdís S. Mósesdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 22:51

3 identicon

Veðurfræðingurinn Siggi stormur var búinn að spá 18 stiga hita... ég hugsaði með mér þegar ég beið eftir strætó: "jahá þetta kallar þú 18 stiga hita og frábært veður ? "  enda er hann ekki veðurfræðingur, hann bara kallar sig það, sem honum er frjálst þar sem þetta er ekki lögverndað starfsheiti.  En við Róbert erum að reyna að sigta inná að geta hlaupið kl. 0600 fyrir skóla.  Það hentar ekki alveg að hefja mega-hressheitin í grenjandi roki og rigningu.

kv.

Huldar (sagnfræðingur)

huldar (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband