10.5.2009 | 10:34
Hvíldardagur!
Kæra dagbók þá er sól og sæla úti en ég var ekkert að leggja það á mig að fara út að skokka í morgun fór þess í stað í góðan göngutúr og kom við í kuffulaginu og verslaði í gogginn. Það var vís kona sem sagði mér að mikil hreyfing borgaði sig ekki, samanber skjaldbakan "ekki hreyfir hún sig mikið samt verður hún 200 ára".
Ég tók nokkrar myndir á leiðinni hingað yfir á sjúkrahúsið og var að setja þær inn, veðrið er að vísu betra núna en fyrir klukkutíma. Ég tók engar myndir úr sameiginlegu aðstöðunni í húsinu en hún er líka mjög fín.
Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann mágur minn hlaupi úti alla daga og mér er mikið létt því með þessu áframhaldi þá næ ég aldrei dönskukennurunum og er því komin með "plan B" Huldar nær dönskukennurunum og fer fram úr ég bíð svo á marklínunni með drykki, frábært!
Eyjólfur er ekki orðinn góður í maganum en kannski kemst hann aðeins út seinni partinn, það er svo hressandi.
Jæja kæra dagbók bless þar til næst.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HÆ HÆ,,,,hvað heitir sjúkrahúsið ??
Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.