9.5.2009 | 10:18
Annar dagur!
Kæra dagbók þá upprunninn laugardagur. Stofnfrumurnar runnu vel inn hjá Eyjólfi í gær og hjúkrunarkonan, Sigrún sem er íslensk, var hjá okkur allan tímann orðaði þetta svo "ykkur kemur svona vel saman, þér og þjóðverjanum". Mjög algengt er að stoppa þurfi í gjöf og gefa stera eða bælandi lyf vegna þess að einhver ofnæmisviðbrögð koma fram en þetta bara rann inn og ekkert mál. Það var mjög gott því óneitanlega vorum við svolítið stressuð. Eyjólfur er með í maganum, einhverja bakteríu í þörmunum sem er ekki tengt við stofnfrumugjöfina en blossar oft upp hjá fólki þegar ónæmiskerfið er skert, þetta er þreytandi og erfitt en á að ganga yfir á tveimur dögum því hann fær lyf við þessu.
Í morgun rigndi eins best gerist úr góðri sturtu, logn og svo flott veður til að hlaupa eða skokka í, alveg óskaveður. Prinsessan á bauninni féll þó ekki í þá freistni að fara út að skokka heldur fór að þvo og pússa spegla.
Ég gisti hér á spítalanum hjá Eyjólfi í nótt, reyndar ekki til að hugga hann heldur vegna þess að við gleymdum okkur yfir bíómynd í sjónvarpinu og ég nennti ekki og þorði ekki að labba heim þessa 200 metra ein í svarta myrkri og rigningu. Leiðin er samt mjög skemmtileg og öll upplýst í gegnum skógarrjóður og á leiðinni eru vísanir í ýmis ævintýri eins og "Bróðir minn Ljónshjarta" og ýmislegt annað sem á að gleðja börnin sem dvelja hér á spítalanum og hafa svo ásamt fjölskydu aðstöðu í Ronalds McDonald húsi eins og við sem fylgjum mergskiptasjúklingum um langan veg til lækninga.
Bestu þakkir fyrir allar góðu kveðjurnar í bundnu og óbundnu máli.
Bless bless kæra dagbók.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ,,,gott að það gekk svona vel vonum að það verð bara áframhald á því baráttu kveðjur frá okkur,,,kv. Sigurjón og co.
Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 15:18
Komið þið sæl, gott að heyra. Ég var að koma frá Rúnu og hitti mömmu þína Rannveig, hún er með þetta allt á hreinu, sagði mér að nú væri Eyjólfur búinn að fá merginn. Hún var bara nokkuð hress. Já Rannveig þú kæmist sjálfsagt ekki út í dag, hér er algjört gluggaveður.
Gangi ykkur allt í haginn, læt englana mína vaka yfir ykkur. Rannveig einn koss til Eyjólfs frá mér.
Kveðja frá okkur á Völlunum.
Anna Stína.
Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.