8. maí!

Kæra dagbók þá er 8. maí runnin upp og á þessu augnabliki sitjum við gamla settið og bíðum eftir stofnfrumunum sem koma líklega fljúgandi frá Steinríki um hádegi.

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag... heppinn Sólveig að ég er ekki nálæg til að syngja því það á allsekki að pína afmælisbörn, til hamingju með daginn og við óskum þér alls hins besta í framtíðinni. Nú komum við til með að eiga þennan dag saman. Hafðu það sem allra best í dag, þú ert jú að ná okkur og eins gott að Huldar fari vel með þig : ) 

Eyjólfur er búinn að uppgötva að það er slæmt að hafa "viðhald", erfitt að hreyfa sig um herbergið og fara á klósettið, muna að halda alltaf utanum það við minnstu hreyfingu en núna er bara einn kútur á viðhaldinu.

Úti er sól og 15°C, svolítill vindur en það er ekki svona gott heima, þar kæmist ég ekki út í dag samkvæmt veðrinu á mbl.is en hér sit ég inni og veit að ég get skroppið í göngutúr á eftir, æðislegt. Enda er ég búin að minnka asmalyfin um helming síðan ég kom hingað, var komin á fjórfaldan skammt sé fram á að komast í eðlilegan skammt áður en ég skrepp heim í útskrift og eins gott að Ísland taki vel á móti mér.

Jæja kæra dagbók kannski verða einhverjar fréttir seinna í dag en allavega bless þar til næst kæra dagbók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

A mittakotti tökum við  vel á móti þérHugur okkar er hjá ykkur og sólin er farin að skína á Islandinu góða.  Eg er að fara til Ingaló í boð, innflutingspartí.  Siggi er að fara á enn eina söngæfinguna  ( ekki hjá Þröstum) en eg sendi mína innjilegustu heitu strauma til hetjanna okkar í Stokkhólmi Mamma og pabbi

Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Í dag er vonin bjarta,- upp rísi sólin bjarta,

í dag finn ég von í mínu hjarta.

Að allt muni  blessast með komandi sól,

 allt komi að lokun, heilsan og hamingju sól.

Svig.

Kv, Sigurjón

Rauða Ljónið, 8.5.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband