Hikkstinn ógurlegi!

Kæra dagbók núna er þriðji dagur í hikksta hjá Eyjólfi, ég væri orðinn geðveik, hann er nokkuð þreyttur á þessu. Einu sinni var mér sagt að þrýsta á ákveðinn blett við eyrað þá hyrfi hikkstinn, málið er að við  munum ekki hvar þessi blettur er : ( só!

Á morgun eru það svo stofnfumurnar en við vitum ekki klukkan hvað í raun veit það enginn fyrir víst, bara um leið og þær koma frá Steinríki.

Ég skokkaði í morgun, þetta var næstum því hlaup og með þessu áframhaldi þá mega dönskukennararnir fara að vara sig þeir fara að sjá í iljarnar á mér, ég kem til með að ná heilum hring á sama tíma þeir lötrast fjóra í lok sumars. Annars er ég búin að skrá allan hlaupahópninn í Stokkhólmsmarathon 30. maí næstkomandi, gisting hjá mér í flatsæng, drykkir á eigin kostnað.

Nú fer að styttast í útskrift hjá litla barninu mínu. Ég áætla að koma heim síðdegis 22. maí og fljúga út aftur eldsnemma 24. ef allt gengur vel. Þann 23. er útskrift og daman er enn skólaus, ó mæ god.  Víð mægur erum að ráðgera veisluhöld, okkur og vinum og vandamönnum til mikillar ánægju. Því miður litaðist útskrift Vigfúsar um jólin af veikindum Eyjólfs því hann var þá ný greindur og í fyrstu meðferð. Vigfús var samt flottastur og fékk kökur og við skáluðum í freiðivíni. Ég er  búin að ráða afskaplega fínar uppvörtunardömur (eins og voru á Hressingarskálanum í gamla daga) og fá inni hjá tengdaforeldrunum (veit ekkert hvernig ástandið verður heima þar sem á að vera búið að skipta um parket en er ekki byrjað og ekkert á sínum stað) en meira er ekki búið að undirbúa. Jú reyndar frú Sólveig svilkona sem einhverra hluta vegna hefur fengið úthlutað 36 tímum í sinn sólahring, já ég er sko búin að fatta af hverju hún kemur svona miklu í verk, hún á að vera gestur í veislunni ekki að vinna en hún er allavega komin með eitt verkefni fyrir veisluna og svo finn ég örugglega fleira eitthvað verður konan að hafa að gera með allan þennan tíma.

Kæra dagbók þá kveð ég að sinni og við þökkum fyrir allar góðu kveðjurnar sem við höfum verið að fá bæði á bloggið og í tölvupósti, takk allir það er svo gaman að heyra frá ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staðurinn er í skelinni á bak við eyrnagatið, maður verður að standa á meðan maður þrýstir á hann;)(hikstinn þúveist)

Inga María (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:40

2 identicon

Komið þið sæl.  Ég er með hugan stöðugt hjá ykkur, það er svo gott að fá að fylgjast með.  Rannveig þú veist ef ég get eitthvað aðstoðað ykkur þá endilega láta mig vita, ég vil það svo gjarnan.  Eyjólfur gangi þér vel ég veit að þú tekur vel á móti þessum nýju frumum, ekki er verra að gjafinn sé Þjóðverji, þeir eru svo skemmtilegir sérstaklega aðgreiðslufólk í búðum,.  (Baden Baden).  Smá djók. 

Gangi ykkur vel.

Anna Stína.

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 15:36

3 identicon

Alltaf jafn gott að heyra hvað hljóðið í þér er jákvætt og hressilegt og við getum ekki betur séð en að Eyjólfur okkar sé eins jákvæður, ákveðinn og rólegur og við var að búast.  Carry on, dear soldiers!  Við hugsum mikiið til ykkar.

Ástakveðjur.  Mamma og pabbi.

Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:31

4 identicon

Hvaaaa eru ekki 36 tímar í sólarhringnum ykkar

 Annars vildi Huldar að það kæmi fram að hann væri sko líka að hlaupa á fullu er að fara 2svar á dag í ræktina, Rannveig þú lætur hann kannski skoða á þér iljarnar þegar þú kemur heim (hehe).

Gangi ykkur vel á morgun (náttúrulega happa-dagur)

Kveðja

Sólveig og Co.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:43

5 Smámynd: Júlíana

OMG skólaus??? Það er rosalegt.

En gaman að heyra af ykkur.

Júlíana , 10.5.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband