Myndir!

Kæra dagbók ég vildi aðeins taka fram til að forðast allan misskilning að skoði maður kort af Gallíu þar sem Ástríkur og félagar bjuggu þá náði hún yfir í Þýskaland en var ekki einvörðungu þar sem Frakkland er nú.

Ég var að bögglast við að setja myndir inn á þig kæra dagbók og ef maður smellir á þær þá er hægt að skoða þær nánar og bullið sem fylgir þeim.

Ég skellti mér í Fittness-senterið í morgun og reyndi að endurvekja vel hvílda vöðva og nú spyrjum við bara að leikslokum. Hress er bara miklu betra. Það var engin sturtusápa, enginn blásari og ef einhver hefði opnað hurðina á búningsklefanum þegar mín væri að "tilbúa" sig þá væri einhver í sjokki núna svo vel sést inn en guði sé lof fyrir hina sem í stöðinni voru þá átti enginn annar leið um klefann á mínum sturtutíma, heppnir "fittness" iðkendur. Það sem ég saknaði þó mest var kaffisopinn og hressu hressvinirnir. Þið verðið nú bara að skoða málið, ég er með gistipláss og svo er bara að koma upp kaffiaðstöðu.

Nú er farið að draga af Eyjólfi, "eiturefnin" farin að segja til sín og ef hann mætti ráða lægi hann upp í rúmi undir sæng (laki) en nei nei: fram úr og ekkert væl ef hann væri ekki tengdur við viðhaldið þá væri búið að reka hann út í göngu. Svona er konan hans ákveðinn, nei  svona er þetta bara í henni Svíþjóð.  Hann er allur að vilja gerður að fara rétt og vel eftir öllu, gera æfingjar, borða og fara fram úr en ég sé að þetta er ekki auðvelt.

Jæja kæra dagbók ég nenni ekki að tala við þig lengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband