5.5.2009 | 13:28
Nýjar fréttir.
Kæra dagbók við vorum að fá þær fréttir að merggjafinn er þýskur og eins og læknirinn orðaði það "identical" og hann var mjög ánægður með samsvörunina.
Sem sé það er einhver góður þýskur karl með eins merg og Eyjólfur. Einhverra hluta vegna áttum við frekar von á Norðmanni eða Svía en okkur hefur alltaf líkað svo rosalega vel að ferðast um Þýskaland og Eyjólfi ekki síður, þarna er kannski einhver skýring. Ég er viss um að Ástríkur og Steinríkur eiga einhvern hlut að máli, allavega eru kraftar Eyjólfs í ætt við Steinrík og ég er ekki frá því að rólegheitin eigi þeir líka sameiginleg, báðir seinþreyttir til vandræða.
Læknirinn er mjög ánægður með gjafann en við fáum ekkert að hitta hann, það fer hjúkrunarfræðingur héðan og nær í merginn til Þýskalands og flýgur svo beint hingað.
Bless bless kæra dagbók.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Rannveig. Sólveig sagði mér frá blogginu svo ég mun fylgjast með ykkur hér. Sendi ykkur hlýja strauma og baráttukveðjur.
Dóra
Dóra (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 19:17
Hæ
Frábært að heyra þetta. Þarna kemur kannski skýringin að því afhverju hann hefur aldrei slegið hendinni á mót bjórsopanum :)
Kveðja
Solla
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 19:48
Hæ Rannveig mín.
Allt í góðu hér, Norðurbærinn stendur enn:) Fylgist með blogginu á hverjum degi. Mér líst vel á að þú kynnir Svíum fyrir prinsessunni á bauninni. Bestu kveðjur til ykkar.
Auf Wiedershen
Edda
Edda (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.