5.5.2009 | 09:40
5. maí
Kæra dagbók af mér er allt gott að frétta, ég villtist ekki í dag, skokkaði bara í hringi og lenti tvisvar á Ronald McDonald. Reyndar var mér fróðari teiknimyndaáhorfandi að fræða mig á því að Ronald McDonald væri trúðurinn í Simson en ég verð nú að segja að hús er mun vinalegra en trúðurinn vansæli.
Eyjólfur var tengdur við flöskur í allan gærdag 12 klukkutíma en er bara hress.Hann verður eitthvað minna tengdur í dag og kannski kemst hann í matarboðið með mér í kvöld á títt nefndum Ronald.
Við fengum mjög góða heimsókn áðan. Gamall nemandi minn (reyndar kornung stelpa) sem verið hefur hér í sömu meðferð og Eyjólfur leit við hjá okkur. Það var mjög gott að hitta hana og manninn hennar og sjá þau svona hress en þau eru búin að vera hér síðan 17. janúar og fara heim á föstudaginn. Þau bera öllu vel söguna og það er voða gott að fá svona fréttir og hitta svona jákvætt fólk.
Gaman að sjá kveðjurnar frá lesendum á blogginu, bestu kveðjur til ykkar allra sem nennið að lesa þetta bull!
Jæja kæra dagbók þá segi ég bara bless þar til næst.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ööö Ronald McDonald er trúðurinn á McDonalds:S
Júlíana , 6.5.2009 kl. 17:43
einmitt rétt hjá Júlíönu, Krusty er í Simpsons.
Svona smá óþarfa fróðleikur, til að geta verið Ronald McDonald trúður þarftu að fara í sérstaan skóla og er það nám heilir 11 eða 12 mánuðir.
Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 9.5.2009 kl. 18:35
Óþarfa fróðleikur er besti fróðleikurinn
Við Ronald erum sko like this!! Hann er nefnilega svo duglegur að styðja við krabbameinssjúk börn:) Og fullorðna líka.
Júlíana , 10.5.2009 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.