3.5.2009 | 09:57
Hvað lærði ég á sjónum?
Kæra dagbók mikið er nú gott að eiga þig að þagmælska og prúða! Í morgun fór mín út að hlaupa, hraðinn fyrstu fimm lögin var það mikill að ákveðnir dönskukennarar hefðu rétt slefað fimm sinnum lengri vegalengd á sama tíma ef þeir hefðu ekki verið að flýta sér. En... eftir fimmlög taldi ég mig vera á heimleið en eitthvað var sólinn á röngum stað á himinhvolfinu og í stað þess að taka mið af því eins og ég veitað á að gera þá ákvað ég að ég væri að hlaupa til baka. Þó var ég ósátt við sólaganginn og eftir að hafa ýmist skokkað eða gengið götu eftir götu í "litla" fallega mannlausa dúkkuhúsahverfinu var mér eiginlega hætt að lítast á að ég kæmist til Eyjólfs fyrir Jónsmessu en guði sé lof fyrir hunda og þeirra eigendur (þetta hélt ég að ég ætti aldrei eftir að segja) þá mætti ég slíkum félögum að viðra hvorn annan og gat spurt þá til vegar á minni líka góða sænsku. Annar félaginn svaraði mér á sænsku og ég fór eftir þeim leiðbeiningum og komst á réttan skógastig og heim í sturtu. Ég lærði sem sé tvennt í dag: 1. Aldrei að hætta að nota það sem hingað til hefur gefist mjög vel, í þessu tilfelli að fara eftir sólarstöðu og 2. ég er nú bara fjári góð í sænsku (ég gat líka pantað mér hvítvínsglas á bar í gær á sænsku og fékk hvítvínsglas sem sé get alveg bjargað mér á sænsku).
Núna sit ég upp á spítala hjá eiginmanninum, búin að sturta mig og borða góðan morgunverð. Hann er nokkuð þreyttur sem að vissu leyti skírist af daglegum göngutúrum síðdegis og æfingum tvisvar á dag sem ekki hefur verið á dagskrá lengi. Hann étur pillur í tonnavísu og ágætan mat á milli og er bara hress eins og frúin fljótfæra.
Jæja kæra dagbók þá segi ég bara bless í bili og hvet alla til að skrifa í gestabókina það er svo gaman að fá kveðjur.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég fegin að getur pantað hvítvínsglas á sænsku. Þá getur þú nú bjargað þér með flest allt :) Bestu kveðjur til Eyjólfs :)kv.ÁE
Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 10:41
Heil og sæl. Það er gott að Svíþjóð tók vel á móti ykkur. Svona smá ábending, Svíarnir voru löngu búnir að skokka þegar þú fórst út um 7 leitið, þá var kominn miður dagur... Við fórum á Sigló um helgina, náðum að skíða 1. mai en síðan ringdi. Það er mjög mikill snjór í fjallinu og nokkuð mikill í bænum einnig. Það er eins og koma í annað land þegar þegar komið er norður fyrir Holtavörðuheiði.
Vona að þú náir að eitthva að njóta sænska vorsins. Hugsum til ykkar.
Baráttukveðjur Ingibjörg
Ingibjörg Hinriksdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.