Nýjar fréttir!

Kæra dagbók!

Búin að fá frábærar uppvörtunardömur fyrir 23. maí, treysti á að þær geti hjápað mér með freyðivínið!

Ástæða Svíþjóðarferðar okkar hjóna eru veikindi Eyjólfs, en 5. desember síðastliðinn greindist hann með bráðahvítblæði og í framhaldi einnig með blóðsjúkdóm. Eftir að hafa farið í fjórar "agressivar" meðferðir hér eru mergskipti í Stokkhólmi framundan. Það í sjálfu sér er mikil vinna en mjög góðar sögur fara af Svíunum í samskipti við þessar aðgerðir. Við förum út á miðvikudaginn 29. apríl og meðferð byrjar stax daginn eftir en mergskiptin sjálf fara fram 8. maí og síðan er það veikindi og eftirlit fram yfir miðjan ágúst. Meira um það síðar.

Ég var að fá þær upplýsingar að við þurfum að spritta og sótthreinsa sjúkrastofuna hans Eyjólfs daglega! Ég meina það hvað er með Svía hér á LSH deild 11 G var þjónustan 210%, komon þar komu elskulegar konur og þrifu allt daglega og svo komu aðrar konur og buðu mér, gestinum, að borða og ég svaraði oftar en ekki með hundshaus "nei takk borða ekki fisk" eða eitthvað í þeim dúr og þá brostu þær og aldrei annað en elskulegheit. Ég meina það á ég að fara að gera eitthvað, vita Svíar ekki að ég er prinsessan á bauninni endurborin, verð ég að senda þeim ævintýrið. Ekki meira í bili kæra dagbók!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð, ég hugsa til ykkar með krosslagða fingur og hendi salti í allar áttir. En þetta er allt í lagi með fiskinn, hann er hvort eð er óætur í Svíþjóð, reyndar hér líka ef út í það er farið, þvímiður.

Þóra M

Þóra Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 05:22

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Gangi ykkur sem allra best kæra Rannveig . kveðja Álfrún elsa

Hallur Magnússon, 26.4.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband