Jón, Jón og aftur Jón!!

Góðan daginn kæra dagbók Wink. Kærastinn hefur jafnað sig nokkuð vel eftir aðgerðina í byrjun janúar og sárin hafa gróið vel. Hins vegar er enn verið að vinna á bakteríu-sveppa hólfinu sem liggur við lungun, Prinsessan veit í raun ekki alveg hvernig þau mál standa en vonandi verður fljótlega athugað hvort hólfið sé ekki örugglega að yfirgefa kærastann Blush. Kærastinn fékk að koma í frí heim en ekki vildi betur til en svo að hann síktist af hálsbólgu og var sendur láréttur í snarhasti með afar "expensive- leigubíl" á sjúkrahúsið og var þá með rúmlega 40 gráðu hita og nú liggur hann flatur og fær enn ein lyfin til að vinna á hálsbólgunni. Það gengur en kærastinn er slappur en vonast til að komast heim á morgun Smile.

Síðustu dagar hafa verið afar sögulegir hjá prinsessunni, litlu börnin fengu sömu flensu og pabbinn þeirra en voru misslæm og eru að ná sér Cool. Tengdapabbi prinsessunnar var fluttur með svona "very expensive leigubíl" á bráðavaktina í Fossvogi og lagður þar inn en er allur að jafna sig og er komin heim að laga sér kaffi Shocking nú er bara að hann fari vel með sig.

Jón Leifs eðalköttur skreið á framlöppunum heim í gærkvöldi . Mamman hans gaf honum verkjalyf sem enn voru til eftir síðustu meiðsl. Þegar prinsessan kom heim var Jón í sínu bæli og dormaði svo prinsessan fór í sitt bæli en rumskaði nokkru sinnum í nótt þegar Jón litli var að væla og stynja Frown. Prinsessan var mætt á hurðahúninn hjá dýralækninum með Jón við opnun í morgun og þurfti að skilja litla engilinn sinn eftirSick. Dýralæknirinn kvaddi með þeim orðum að þetta liti ekki vel út þannig að prinsessan var með athyglisbrest á hæðsta stigi meðan hún beið eftir símtali frá dýralækninum. Loksins klukkan hálf ellefu hringdi  læknirinn og Jón reyndist mjaðmagrindarbrotinn, mjaðmagrindinn hafði losnað frá hrygg og ekkert hægt að spengja nema þannig að Jón yrði fatlaður á eftir eða jafnvel verra Sideways. Eina ráðið er að halda Jóni (hreyfiglaða) í bælinu næstu tvær vikurnar að minnsta kosti þ.e. hafa hann í stóru búri þar sem bæli, matur og klósett ásamt Jóni kæmist fyrir. Jón má sem sé ekki hopap upp á neitt né niður af neinu Errm.Prinsessan fékk búr sem ætlað er fyrir stóran hund, t.d. labrador, fyrir Jón, náði síðan í litlu elskuna til dýralæknisins. Jón var útgrátinn, já tár og allt og sýndi viðbrögð þegar amman mætti og dýralæknirinn hafði á orði að auðséð væri að hann væri dauðfegin að hitta ömmuna sína. Núna er Jón í búrinu sínu og var að gæða sér á rækjum þegar amman fór að sinna kærastanum. Að sjálfsögðu er Jón ekki einn heima, mamman hans og stóri frændi voru bæði kyrrsett til að vera til taks ef Jón þyrfti að kvarta og til að verða við óskum hans Shocking.

Núna situr prinsessan á sjúkrahúsinu hjá kærastanum og fylgist með fréttum með öðru eyranu en horfir ekki. Kærastinn hefur áhyggjur af Jóni litla sem er einn heim með mömmu sinn og frænda, engin afi og amma að hugsa um hann Shocking.

Bless kæra dagbók og næst verða fréttirnar örugglega betri og bjartari af prinsessunni og hennar háaðli Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna hér, það er aldrei lognmollan kringum þig Rannveig mín. Batakveðjur á allt og alla kringum þig.

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 19:32

2 identicon

Þú ert skemmtilegur penni vinkona, kannt að orða hlutina. Vona að kærastinn fari að komast heim og að Jóni fari líka að batna. Kærleikskveðja frá árbakkanum

Erla B (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1056

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband