28.5.2011 | 14:27
Hvar er sumarið?
Góðan daginn kæra dagbók . Margt hefur á daga prinsessunnar og hennar fólks drifið að undanförnu. Einkadóttirin útskrifaðist með glæsibrag og frumsýndi kvikmyndina sína og fékk myndin lof áhorfenda, bæði fyrir leik og alla vinnslu .
Kærustuparið fékk í gær fyrstu góðu fréttirnar síðan um áramót af sjúkdómi kærastans . Hann byrjaði á nýjum lyfjum, þessi meðferð hefur ekki verið reynd á Íslandi áður og er í raun nýkomin úr prufukeyrslu erlendis. Á fimmtudaginn var tekinn mergástunga og svarið kom á föstudag "Tosast í rétta átt, þó sjúkdómurinn sé enn til staðar." Þó er kærastinn bara hálfnaður með fyrstu umferð svo kærustuparið er ánægt.
Prinsessan hefur allt frá byrjun dagbókarfærslna af henni íhugað hvort hún ætti að hafa dagbókina opna eða lokaða eða hvort hún yfirhöfuð að vera að láta út einhverjar fréttir af sér og sínum. Prinsessan ætlar að taka sér nokkra daga í að íhuga hvor kosturinn verður fyrir valinu, þ.e. loka eða hætta.
Prinsessan biður alla þá sem hún hefur sært eða fengið til að misskilja fréttir af kærastanum innilega afsökunar. Þetta hefur verið mjög erfitt stríð og afskaplega gott já alveg ótrúlega uppörvandi að fá kveðjur frá vinum og vinnufélögum í gegnum dagbókina. Það hefur í raun verið ástæðan fyrir færslunum að vita af því að einhver fylgist með manni. Eins hefur verið ótrúlega gott hvað vinir hafa verið duglegir að bjóða í mat en það hefur létt lundina og eins hafa góðar sendingar borist sem er alveg ómetanlegt, kærustuparið þakkar innilega fyrir sig .
Bless kæra dagbók .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
haltu áfram að skrifa það er svo gaman að lesa pistlana þína, farðu bara að gefa út bók sem kemur út um næstu jól þú hefur svo mörgu frá að segja.
sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 22:35
Hum. Ekki hætta, hvað tal er þetta! Ég segi nú eins og eldri dóttir mín sagði um ykkur kærustuparið nýlega" þetta er svo gott fólk" Þú hefur ekki sært neinn Rannveig mín þú ert alltof góð í þér til að gera það. Hef alla tíð dáðst af þínum eigileika að sjá alltaf það góða í öllum. Tek undir orð Sigurlaugar haltu áfram.
Knús í hús.
Edda (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 23:38
Ekki spurning halda áfram - ef þú læsir síðunni vona ég að ég fái aðgangsorðið. Gaman og gott að fá fréttir af ykkur öllum. Bestu kveðjur til ykkar allra sérstaklega til Eyjólfs og Jóns :)
Kærleikskveðja frá Akureyri.
Ragnheiður Hulda (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 08:08
Mér finnst gott að geta fengið fréttir af ykkur með dagbókinni en ég get líka haft fyrir því sjálf að afla fréttanna og ætti að gera meira af því. Það er gott að miði í rétta átt hjá Eyjólfi og það hlýtur að halda áfram fyrst þetta fer svona vel af stað. Bestu kveðjur í þitt hús.
Guðríður
Guðríður Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.