21.4.2011 | 13:14
Gleðilegt sumar!
Góðan daginn kæra dagbók hér koma smá, örlitlar fréttir af prinsessunni en lítið hefur heyrst frá henni að undanförnu. Ástæðan er einfaldlega fingraleti og meiri svona handleggja dugnaður .
Prinsessan hefur kærastann að mestu heima hjá sér þessa dagana og er hann að jafna sig eftir lugnabólgu og veikindi undanfarna mánuði og síðan er það áframhaldandi barátta við hvítblæðið.
Jón Leifs alias ormur er nokk til friðs þessa dagana og virðist mjög ánægður með það að hafa ömmu og afa heima flesta daga og svo skokkar hann í göngutúra með parinu .
Prinsessan hélt til höfuðborgarinnar á þriðjudaginn og varð sér úti um Skólastjórasúpu (ekki það að sú staða sé markmiðið) og kaffi og súkkulaði í eftirrétt. Þar hitti prinsessan eiturhressar "bókhaldsdömur" sem þó minntust hvorki á debet né kredit. Þessar dömur eru ótrúlega jákvæðar og hressar þrátt fyrir að hafa verið atvinnulausar um lengri tíma og reynt af fremsta megni að lifa á bótum þær hafa verið duglegar að sækja hin ýmsu námsskeið og jafnvel að leika í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum . Alla vega hafði prinsessan mjög gott af því að hitta þessar skvísur og á áætlun er að neyða þær hingað út á landsbyggðina og hver veit nema boðið verði upp á "atvinnubóta" súpu eða bara kaffi .
Nú er prinsessan hins vegar að fá flotta dömu í kaffi, þessi dama gerir ekkert annað en að safna barnabörnum þessa dagana .
Klukkan fimm ætlar svo prinsessan ásamt frumburðinum til höfuðborgarinnar og þar ætla þau að fylgjst með einkadótturinni að taka þátt í módelfitness en prinsessan vakanði fyrir allar aldir í morgun og málaði dótturina dökk brúna á allan kroppinn .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu sem reynir að fara í þrjá örstutta göngutúra á dag (á milli hryðja) og vinnur hörðum höndum að uppbyggingu sem gengur bara vel .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo gaman að hitta þig ég er alltaf til í að koma í sveitina ;)
Ragga (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 13:34
Sæl skvís. Gotta að heyra frá ykkur. Kömum heim frá Berlín í nótt, komum við fljótlega.
kv.
akj
Anna Stína (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.