Áfram fingraleti!

Góðan daginn kæra dagbók Wink enn er prinsessan illa haldin af fingraleti þetta nær meira að segja til prjónanna, ekki gott mál GetLost.

Prinsessan hefur kærastann heima hjá sér núna og fengu þau mjög góða gesti í hádegiskaffi en þá var kærustuparið búið að mæta á kjörstað og gera sínum atkvæðum góð skil. Fámennt og nokkuð góðmennt var á kjörstað upp úr klukkan 09:00 á "Greenwitch time" en eitthvað átti konan sem kaus næst á undan kærustuparinu erfitt. Prinsessan er ekki alveg með á hreinu hvort hún kaus rétt eða rangt, enda bannað að nota sömu orð á kjörstað í dag og bönnuð eru í "Frúnni í Hamborg" svo ekki þorði prinsessan að spyrja, vildi ekki fá lögreglufylgd út af kjörstað FootinMouth. Alla vega þessi kvenmaður tók sig til og hnerraði þrisvar með miklum tilþrifum þegar hún hugðist stinga atkvæðaseðlinum ofan í kjörkassann, prinsessunni varð á orði (talandi út frá eigin reynsluheimi) "þú ert með ofnæmi fyrir kjörseðlinum". Kvenmaðurinn dreif sig í að troða seðlinum í rifuna og tók á rás út, prinsessan var að hugsa um að hlaupa á eftir henni og spurja hvað hún hefði kosið, þar sem líklegasta skýringin á hnerrunum er að hún hafi kosið rangt Frown.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu sem hefur það gott saman og ætlar að fá gott að borða í kvöld og meira að segja rauðvín með og jafnvel að ná að vaka eitthvað yfir kosningarsjónvarpinu Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku þið. Rauðvín er það sem þarf til að gleðja líkama og sál.

Hugsa oft til ykkar. Gangi ykkur vel.

Elín Ástráðsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband