27.3.2011 | 16:54
Naglinn!
Góðan daginn kæra dagbók þú færð iðulega einhverjar fréttir og sögur af prinsessunni á bauninni og eitthvað er örlítið minnst á hennar nánustu fjölskyldumeðlimi svo sem eins og kærastann. Prinsessan er viðkvæmi á ytra byrði en mikill nagli á því innra að eigin sögn . T.d. léti prinsessan það ekki um sig spurjast að hún væri að tárfella við brúðkaup, skírn eða við það að fá lítið ungabarn í fangið, nei nei og kærastinn er bara alveg álíka mikill nagli. Orðlaus verður prinsessan ekki og erfitt að koma henni í svo opna skjöldu að hún sýni ekki viðbrögð. En svo bregðast krosstré sem aðrir raftar því prinsessan varð bæði orðlaus og tárfelldi á föstudagskvöldið já og varð að setjast niður. Prinsessan fékk nefnilega smá heimsókn sem varð reyndar söguleg að öðru leiti því þegar heimsækjandinn bankaði á útidyrahurðina þá gargaði prinsessan "opnaðu sjálf ég er ber" úps, þetta glumdi um hverfið því allir gluggar voru opnir. Hins vegar kom heimsækandinn með bleikan pakka og kort með mynd af prinsessunni en á því stóð að þetta væri til prinsessunnar og prinsins (sem sé kærastinn er prins í einhverra augum) frá fyrrverandi starfsfélögum prinsessunnar í Setbergsskóla. Alltaf er þetta sama fólk að gleðja kærustuparið með kveðjum og að fylgjast með ástandi mála og þetta er í annað skiptið sem pakki berst frá þeim. Prinsessan komst við og eins var með kærastann þegar hann fékk fréttirnar en þar sem kærustuparið er hlýðið og vel upp alið þá ætlar það að fara eftir fyrirmælunum á kortinu og pakkanum verður komið í góða geymslu og verður svo nýttur vel þegar kærastinn verður kominn til betri heilsu, já strax í endurhæfingunni . Þarna kemur enn og aftur í ljós hvað gott er að eiga góða að og í raun ómetanlegt og í raun eru allar kveðjurnar og hlýhugurinn alveg yfirdrifið nóg fyrir kærustuparið í gegnum þessa áreynslu tíma .
Svo einhverjar fréttir berist af kærastanum þá er hann á veika tímabilinu, fær háan hita og hitalækkandi til skiptis og er á mjög breiðvirkum sýklalyfjum, hitatoppunum hefur fækkað í dag og líklegt að lyfin séu að vinna á sýkingum. Þetta er svo sem eins og það á að vera en samt þreytandi til lengdar .
Kærustuparið er búið að endurheimta einkasoninn og frumburðinn (einn og sami maðurinn) frá henni "Emeríku" . Barnið hefur verið að heiman í tvo mánuði við kvikmyndatökur, fyrst í Evrópu og síðan handan Atlantshafsins. Kvikmyndina vinnur hann ásamt vinum sínum og fellur hún í flokk fræðslu- eða fréttamynda. Félagarnir hafa átt viðtöl við málsmetandi menn um stjórnarfar, stjórnmál, lýðræði og fleira. Mjög ólík sjónarhorn og menn með ótrúlega ólíkan bakgrunn koma fram í þessum viðtölum og verður forvitnilegt að sjá útkomuna .
Af Jóni er það að frétta að hann er við hestaheilsu og sýnir "bíbí" heldur mikinn áhuga þessa dagana .
Heimasætan ætlar að synga fyrir gesti og gangandi á Café Rosinberg í höfuðborginni í kvöld og þangað ætlar prinsessan að mæta vopnuð vídéó-upptökuvél. Þetta er hluti af útskrift hennar frá Kvikmyndaskólanum en þeir nemendur sem útskrifast í vor frá leiklistadeildinni koma fram og skemmta gestum með söng frá klukkan níu í kvöld .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu sem vinnur nú hörðum höndum að því að komast í stand að nýta pakkann góða .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jahérna hér þú varst semsagt ORÐLAUS Frábært en ég myndi nú samt ekki vilja hafa þig orðlausa lengi ekki samt flýta endurhæfingunni um of út af þessu knús á ykkur!
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 17:07
Ég er nú enn dálítið efins að þú hafir orðið kjaftstopp en ég verð víst að trúa þér. Tek undir með Söndru, ekki flýta ykkur um of við að nota "pakkann". Mig dauðlangar að fara á Café Rosinberg í kvöld en er dálítið sein með kvöldmatinn því ég var að stússast með dóttlunni í dag en er nú komin heim og er að stússast í eldhúsinu með bóndanum að elda mexíkóska súpu og búin að fá mér aaaaaaðeins hvítt í tána! Bestu kveðjur af Holtinu
Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 19:15
Hugsa mikið til ykkar -
Bestu kveðjur til ykkar frá mér og mínum hér á Akureyri.
Ragnheiður Hulda (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 19:20
Það stóð og prinsinn þinn
Kærleiksknús yfir til ykkar
Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 22:45
Allt að gerast hjá ungunum ykkar, flottir krakkar enda flottir foreldrar þið megið vera stolt af þeim. Hefði viljað vita að Ingu Maríu aldrei að vita nema maður hefði skellt sér í bæinn og skoðað lífið.
Gangi ykkur vel.
Anna Stína.
Anna Stína (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 23:22
Bestu kvedjur og kossar. Hugsum mikid til ykkar. Her er bara sol og gaman en samt helst til of heitt. Komum bra[um me[ solina til ykkar.
Mamma (t) og (t) pabbi
Inga Maria Eyj'olfsdottir (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.