Prinsessan að færa sig upp á skaftið¨!

Góðan daginn kæra dagbók nú situr prinsessan og nýtur þess að drekka dekur kaffi Wink. Þannig er nefnilega að á sjúkrahúsinu er boðið upp á kaffi fyrir inniliggendur og gesti þeirra og þetta er alveg ágætt kaffi og yfirleitt nýlagað hins vegar á starfsfólkið eigin kaffivél inni í sinni mataraðstöðu. Þessi vél malar kaffið í hvern bolla og hellir bara upp á einn bolla í einu. Nú er svo komið að prinsessan sem drekkur ekki marga kaffibolla yfir daginn, helst tvo góða og ekki meir, fer fram á það í hvert skipti sem hún þiggur kaffi að fá "extra" gott kaffi. Það þýðir að hún vilji fá sitt kaffi úr umræddri vél, spes lagað fyrir hana eina FootinMouth. Reyndar má segja að þetta komi til vegna þess hve ofdekruð prinsessan er hér á sjúkrahúsinu, bæði sjúkraliðar og hjúkrunarkonur keppast við að hafa allt sem best fyrir prinsessuna, enda sjá þær örugglega hve prinsessan er í raun mikið ekta Cool.

Kærustuparið beið í nokkra daga eftir að kærastinn fengi hita (gasalega spennt!) því það er partur af "pógrammet" og nú er hann sem sé kominn með hita ekki mjög háan sem betur fer og er komin á sýklalyf. Kærastinn er í mjög góðum höndum og vel er fylgst með honum því enginn vill að hann fái svona slæma lungnabólgu eins og síðast nú er bara að vera þolinmóður næstu vikurnar og leyfa þessari umferð að klárast og vonandi án allra vandkvæða svona til tilbreytingar Smile.

Kærustuparið er rosalega spennt í dag, kannski eru þau að reskjast, von er nefnilega á frumburðinum og einkasyninum heim á morgun, hann verður sem sé endurheimtur frá henni "Emerríku". Hann hefur verið við kvikmyndagerð í Evrópu og Amerríku síðustu tvo mánuði og síðan á að vinna eftirvinnuna hér heima.

Dagurinn í dag er líka merkisdagur hjá fjölskyldunni þar sem að Jón Leifs "alias" Jón Ormur á afmæli í dag, barnabarnið er sem sé eins árs og virðist bera aldurinn nokkuð vel. Hann rauk á fætur klukkan 05:31 í morgun eða við fyrsta tíst í vekjaraklukku mömmu sinnar en hún er vön að fara í ræktina fyrir skóla á morgnana. Jón vildi strax fá sína þjónustu, mat og fá að skreppa aðeins út á þak, þ.e. hann fer út um svefnherbergisgluggan og lýtur eftir lífinu af þakinu á sólskyggninu Shocking. Núna vildi svo til að hin "einstæða móðir" ákvað að sleppa ræktinni og hvíla sig áfram en svona útúrsnúningar eiga ekki við hann Jón svo hann vældi af hneykslan og heimtaði að rétt röð á réttum tíma væri í heiðri höfð. Þar sem móðirin haggaðist ekki þá sá "amman" aumur á afmælisbarninu og hleypti honum út á þak, þar sem hann sat dágóða stund og horfðist í augu við hrafn einn vígalegan sem sat á næsta ljósastaur, hrafninn lét undan og flaug sína leið og í staðinn komu litlir sætir þrestir og þá þótti "ömmunni" vissara að fara niður og næra afmælisbarnið áður en hann bjargaði sér sjálfur Crying.

Prinsessan er svona að velta því fyrir sér að mæta á vorfagnað í kvöld, þar sem dugmiklar konur úr golfklúbbi Keilis ætla að fagna vorkomu í "BLING" útbúnaði, vorið er nefnileg að byrja að tylla sér og því um að gera fyrir svona prinsessu að fagna því W00t. "Hin einstæða móðir" hefur meira að segja boðist til að aka prinsessunni báðar leiðir.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærsutuparinu og vonandi að ALLIR muni eftir að slaka á og njóta tímans sem er Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér vel á það að þú fagnir vorinu núna. Ég finn það á mér að dagurinn í dag er mikilvægur fyrir vorkomuna. Kannski af því að ég gat þvegið bílinn minn úti. Þó að það eig sjálfsagt eftir að snjóa smá af og til þá er sólin svo sterk að hún bræðir það jafnharðan. Mikið held ég að þú verðir fegin að komast meira út. Best að fara að leita að sólarvörninni barasta og hafa hana við hendina. Viðkvæm prinsessa má ekki brenna upp sjáðu til.

Bestu kveðjur

Guðríður

Guðríður (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 17:40

2 identicon

Já Rannveig mín prinsessur eiga bar að drekka extra gott kaffi.  Til hamingju með barnabarnið.  Góða skemmtun í kvöld.

Kveðja til ykkar,

Anna Stína.

Anna Stína (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband