14.3.2011 | 19:05
Kvartanir og enn fleiri kvartanir!
Góðan daginn kæra dagbók þá sér prinssessan sér ekki fært á öðru en að láta þig frétta örlítið af sínum högum . Vegna óprinsessulegs veðurs þá hefur prinsessan haldið sig heima við og dekrað Jón Orm eðalkött en ekki látið neitt af sér eða sínum frétta en nú er komið af fréttum og ekki síst vegna "kvartanna" bæði af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni .
Kærastinn er hitalaus síðan fyrir helgi og fékk meira að segja að koma í heimsókn heim síðustu þrjá daga í nokkra klustundir í senn en var kyrrsettur í dag vegna rannsókna á heilsufari. Prinsessan komst út í bíl í dag og hefur því setið á sjúkrahúsinu og ekki nennt að gera neitt nema leika sér í tölvunni og skoða fréttasíður á netinu . Kærastinn fer í göngutúra og gerir æfingar með sjúkraþjálfara á sjúkrahúsinu til að byggja sig upp fyrir næstu törn en prinsessan reynir að gera æfingar heima í kuldanum. Prinsessan fékk meira að segja gefins DVD-disk þar sem Ágústa Johnson stjórnar æfingum af miklu kappi Hún heldur hins vegar ekki alveg sama takti og prinsessan og prinsessu hægri er ekki sama og Ágústu hægri en þetta hefur þó gengið stórslysalaust fyrir sig, einhverra hluta vegna heldur Jón sig alltaf á efri hæðinn þegar prinsessan "púlar".
Prinsessan ákvað í morgun að kíkja í tölvupósthólfið sitt og sat við það í rólegheitum en Jón sat í glugganum í eldhúsinu og mændi út á vonda veðrið. Eftir að prinsessan hafði lesið nokkra "pósta" heyrast torkennilegt hljóð úr eldhúsinu og prisnsessan stóð því upp til að aðgæta hvað væri þar í gangi; sat þá ekki grár penn köttur við kaffivélina og horfði í kringum sig, kotroskinn . Jón hinsvegar sat á eldhússtól og urraðí og kvæsti, allsendis óánægður með stöðuna, úr augum hans mátti lesa "hvað vilt þú upp á dekk, Grámann"! Kötturinn forðaði sér snarlega út um eldhúsgluggan þegar að prinsessan "ógurlega" gékk að honum og hvarf hann út í rigninguna og rokið án þess að kveðja eða þakka fyrir móttökurnar; dóninn! Jón stóð og var í viðbragðstöðu og horfði haukfráum augum út í regnið og róaðist ekki fyrr en prinsessan var búin að loka glugganum og klappa honum og knúsa vel . Jón var orðinn rólegur þegar að prinsessan hélt af stað inn á sjúkrahús og bjó hann sig undir að leggja sig fyrst að honum var ekki ætlað að fara með en var þá búin að elta prinsessuna um allt hús, þar sem hún lokaði öllum gluggum vel og vandlega .
Bless kæra dagbók og nú vonum við að það fari ekki að frysta verulega aftur þar sem að sýnt er að fingurnir á prinsessunni virðast frjósa í frostinu, bestu kveðjur frá okkur kærustuparinu .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Rannveig mín. Gott að heyra frá þér. Ég vona líka að þessum bé.... kulda linni og hægt og hægt styttist í uppáhaldstíma okkar, sumarið, pallinn og þetta góða, kalda, hvíta.
Sonur minn á stóran gráan kött sem flækist út um allan bæ og sest upp hjá fólki. Það er stöðugt hringt í hann svo við þurfum að þvælast út um allan bæ að sækja kattarskömmina. Trúi vel að þetta hafi verið hann.
Lætur þú ekki sjá þig á miðvikudagskvöldið. Vonandi sé ég þig, er farin að sakna þess að sjá þig skvíza.
Knús og kossar til þín og Eyjólfs
Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 20:07
Mikið hlakka ég til að hitta prinsessuna yfir kaffibolla vonandi fljótlega ásamt hinum skemmtilegu bókhaldspíunum.
Ragga (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.