Nýtt!

Góðan daginn kæra dagbók Wink prinsessan situr á sjúkrahúsinu og faðmar fartölvuna eins og undanfarnar vikur. Kærastinn hefur verið örlítið að  hressast síðustu þrjá dagana eftir töluverð veikindi, slæma lungnabólgu og vökvasöfnun í og utan um lungun. Í fyrradag var nærri líter af vökva tappaður af hólfi sem liggur utan á lungunum, enn er vökvi til staðar í og við lungu sem stendur til að ná í burtu á næstu dögum Sideways. Allt er í biðstöðu varðandi sjúkdóminn á meðan unnið er gegn lungnabólgunni svo að fleiri fréttir af kærastanum verða að bíða betri tíma.

Prinsessan er hins vegar fremur hress á líkama miðað við árstíma og er hundfúl yfir veðurspá næstu daga en spáin gerir ráð fyrir frosti eftir helgi Angry. Veðurfarið hefur verið hagstætt að undanförnu þannig að prinsessan hefur getað farið alla daga til kærastans á meðan hann hefur legið veikur á sjúkrahúsinu og það finnst prinsessunni mjög gott og kærastanum reynda líka Smile.

Að undanförnu hefur borið á áhyggjum varðandi uppeldi Jóns, svo rammt hefur kveðið að þessum áhyggjum að bróðir (lífvörður) prinsessunnar hafði orð á þessu í morgun Crying. Síðasta mánuðinn hefur Jón nefnileg verið án "afa" og "frænda" þar sem þeir hafa verið fjarverandi vegna annarra verkefna, ólíkra þó. Jóni vantar sem sé alla karllega fyrirmynd í lífinu þessa dagana og áhyggjur eru uppi um það að hann fái of feminískt uppeldi Blush. Prinsessan er nú á því að svona Jónar eigi að vera kelnir og að þeir eigi að njóta þess að láta klappa sér og klóra og fylgast svo vel með skúringum og þrifum svo að þeir geti orðið góðir "hreingjörninga eftirlítendur" Cool. Jón er hins vegar ekki alveg nógu hress með fyrirkomulagið þessa dagana. Hann vill bara hafa sitt fólk heima, fer reglulega inn í herbergi frændans og gengur þar um og hoppar upp rúm og labbar svo niðurlútur út Frown. Eins tekur Jón á móti "ömmu" sinni á hverju kvöldi, fær far inn í bílskúr og skoðar bílinn allan vel og vandlega að innan, "langamma" hans vill meina að hann sé að leita að "afa" sínum, allavega hengslast hann út úr bílnum eftir ítarlega skoðun og er ekkert kátur Undecided. Jón er hins vega þolinmóður og veit að það borgar sig að bíða og knúsar því konurnar í lífi sínu vel og vandlega, fylgir þeim eftir og sefur í sama herbergi og bíður eftir að karlmennirnir í hans lífi komi heim Joyful.

Bless kæra dagbók og nú vonar prinsessan að veðurfræðingunum bregðist nú bogalistin og að ekkert verði úr frostinu næstu dagana Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert frábær penni.gaman að lesa skrifin þín.

Þó ekki eins gaman að heyra af Eyjólfi svona veikum, við sendum okkar bestu batakveðjur og vonum að það haldist hlýtt áfram.

kv Þórdís Rúriksdóttir

Þórdís Rúriksdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband