27.2.2011 | 14:57
Svör við öllu!
Góðan daginn kæra dagbók prinsessan situr enn á sjúkrahúsinu þar sem að batinn gengur hægt hjá kærastanum. Hann fær góða umönnun en er við það sama, rýkur upp í hita en varnarkerfið hans er farið að gera vart við sig þannig að vonandi fer þessum hitatoppum að ljúka .
Prinsessan stóð í eldhúsinu sínu og undirbjó prinsessu morgunverð uppúr níu í morgun og barnabarnið, Jón, var í miklu stuði að elta Heiðu mús um alla stofu og fannst "ömmunni" heldur mikil læti í honum . Svo tók prinsessan eftir því að Jón sat upp á eldhússtól og horfði stórum augum á "ömmuna" sína og þá heyrðist í dótturinni á efri hæðinni; "mamma var þetta jarðskjálfti eða..." "nei, nei þetta var bar Jón með læti", " en mamma skápahurðarnar hrisstust". Þarna fór prinsessan að efast um sekt Jóns og ákvað að kíkja á mbl.is og jú, jú þarna stóð jarðaskjálfti upp á allavega 3.9 með upptök sín við Krísuvík, Jón saklaus að þessu sinni. Þá fór prinsessan að rifja upp að hún hefði vaknað í nótt eða snemma í morgun við umgang og ákvað að það væru ekki innbrotsþjófar og snéri sér á hina . Prinsessan var varla sofnuð aftur þegar að einhver umgangur/skruðningar heyrðust aftur og þá hugsaði prinsessan ´ja hér er engu að stela nema úr svefnherberginu (mægurnar og Jón) og þá væri sko prinsessunni að mæta´ með það sofnaði prinsessan. Á mbl.is var hægt að lesa að þarna var það móðir jörð að trufla nætursvefn prinsessunnar en prinsessan býr einmitt á hinni "illræmdu" jarðsprungu sem er sek af jarðahrisstingi nema að enn sé Loki að fá eiturdropana úr Miðgarðsormi yfir sig og skekur sig allan á meðan frúin losar skálina .
Bless bless kæra dagbók og kærustuparið þakkar fyrir allar góðu kveðjurnar og vonar að allir séu nokkuð hressir, líka þeir hárprúðu, bestu kveðjur af sjúkrahúsinu .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú skrifar skemmtilega, bestu kveðjur til ykkar allra, kv. Úlla
Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 18:11
Hitti ykkar glæsilegu dóttur öðru hvoru. Alltaf gaman að sjá einhvern úr þessum legg. Bestu kveðjur til ykkar.
Edda
Edda (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.