Svör við öllu!

Góðan daginn kæra dagbók Wink prinsessan situr enn á sjúkrahúsinu þar sem að batinn gengur hægt hjá kærastanum. Hann fær góða umönnun en er við það sama, rýkur upp í hita en varnarkerfið hans er farið að gera vart við sig þannig að vonandi fer þessum hitatoppum að ljúka Sick.

Prinsessan stóð í eldhúsinu sínu og undirbjó prinsessu morgunverð uppúr níu í morgun og barnabarnið, Jón, var í miklu stuði að elta Heiðu mús um alla stofu og fannst "ömmunni" heldur mikil læti í honum Devil. Svo tók prinsessan eftir því að Jón sat upp á eldhússtól og horfði stórum augum á "ömmuna" sína og þá heyrðist í dótturinni á efri hæðinni; "mamma var þetta jarðskjálfti eða..." "nei, nei þetta var bar Jón með læti", " en mamma skápahurðarnar hrisstust". Þarna fór prinsessan að efast um sekt Jóns Halo og ákvað að kíkja á mbl.is og jú, jú þarna stóð jarðaskjálfti upp á allavega 3.9 með upptök sín við Krísuvík, Jón saklaus að þessu sinni. Þá fór prinsessan að rifja upp að hún hefði vaknað í nótt eða snemma í morgun við umgang og ákvað að það væru ekki innbrotsþjófar og snéri sér á hina Whistling. Prinsessan var varla sofnuð aftur þegar að einhver umgangur/skruðningar heyrðust aftur og þá hugsaði prinsessan ´ja hér er engu að stela nema úr svefnherberginu (mægurnar og Jón) og þá væri sko prinsessunni að mæta´ Ninja með það sofnaði prinsessan. Á mbl.is var hægt að lesa að þarna var það móðir jörð  að trufla nætursvefn prinsessunnar en prinsessan býr einmitt á hinni "illræmdu" jarðsprungu sem er sek af jarðahrisstingi nema að enn sé Loki að fá eiturdropana úr Miðgarðsormi yfir sig og skekur sig allan á meðan frúin losar skálina Undecided.

Bless bless kæra dagbók og kærustuparið þakkar fyrir allar góðu kveðjurnar og vonar að allir séu nokkuð hressir, líka þeir hárprúðu, bestu kveðjur af sjúkrahúsinu Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú skrifar skemmtilega, bestu kveðjur til ykkar allra, kv. Úlla

Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 18:11

2 identicon

Hitti ykkar glæsilegu dóttur öðru hvoru.  Alltaf gaman að sjá einhvern úr þessum legg. Bestu kveðjur til ykkar.

Edda

Edda (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband