Af hverju rannveig-gamla!

Góðan daginn kæra dagbók Wink hér situr prinsessan og veltir fyrir sér ýmsum atriðum í Íslensku þjóðlífi í dag en er samt að hugsa um að upplýsa þig kæra dagbók um allt annað og í raun ekki neitt. Fyst ætlar prinsessan að upplýsa afhverju ploggið hennar heitir rannveig-gamla, það er vegna þess að það var ekki hægt að fá rannveig-sæta Shocking.

Engar stórar fréttir af áframhaldandi meðferð kærastans hins vegar reynir prinsessan að hafa góða meðferð á kærastanum af sinni hálfu Halo.  Heilsufarið hefur ekki verið gott á kærastanum, sýkingavesen, hann sem samt alltaf jafn duglegur við æfingar og æsir sig reglulega yfir stjórnmálunum og fjölmiðlamálum Angry.

Kærastinn fær reglulegar heimsóknir frá sjúkraþjálfara, íþróttaálfi Wizard, sem er svo duglegur og jákvæður að meira segja prinsessan finnur fyrir hreyfiþörf FootinMouth. Sálfræðingurinn mætir líka reglulega inn á stofu og talar við kærustuparið um daginn og veginn og hefur smitað kærustuparið af ferðalöngun til Berlínar Cool. Prinsessan er líka alveg með það á hreinu að hér á deildinni er bara besta  hjúkrunarfólkið og hér er ótrúlega gott að vera miðað við það að þurfa að vera Smile.

Prinsessan hefur aðeins í framhaldi af umræðum um Berlín, verið að hugsa um heimsmyndin sína sem hefur breyst í áranna rás. Þegar prinsessan var enn ung að árum vildi vinkona hennar meina að í Afríku byggju "halanegrar" (vonandi að rétthugsandi sjái ekki þetta orð), það væru litlir svartir karlar með hala. Vinkonan talaði aldrei um að þar væru konur líka og eitthvað var prinsessan að draga þetta í efa sérstaklega þar sem þetta voru bara karlar. Prinsessan ákvað að ræða málið við elsta bróðurinn sem aftók það með öllu að til væru halanegrar nema að vinkonurnar væru með hala og brúnar af drullu. Hann lánaði prinsessunni fræðibók um kynstofnana, þetta var áður en prinsessan var búin að tileinka sér lestur. Prinsessan fletti bókinni og skoðaði myndir af fólki, fólið var ýmist svart, brúnt, rautt, gult eða  hvítt og gegnum gangandi var þetta fólk með meira skraut, hálsfestar, armbönd, eyrnalokk og andlits málingu en hún var vön af fólki í kringum hana.  Prinsessunni  fannst fátt um fína drætti í Hafnarfirði eftir að hafa séð flóruna í bókinni, litlaust fólk, mamma prinsessunnar var að vísu alltaf með eitthvað fínt um hálsinn og sást aldrei úti nema með eyrnalokka. Eitthvað vafðist fyrir prinsessunni að útskýra bókina fyrir vinkonunni, hins vegar ákvaðu vinkonurnar að þetta yrði nú kannað betur í framtíðinni og má segja að báðar hafi gert tilraunir til þess, þar sem þær hafa báða verið nokkuð iðnar við ferðalög á erlenda grund Tounge.

Prinsessan gerir ráð fyrir að bregða sér út í dag og fá sér eitthvað að snæða en í vikunni fór prinsessan á stefnumót, hún gékk niður á Skólavörðustíg og hitti þar góða vinkonu sem settist með henni á kaffihús. Þegar að prinsessan kvaddi vinkonuna var vinkonan enn með eyrun föst á sér, þau voru ekki dottin af þó að prinsessan hefði blaðrað viðstöðulaust í klukkutíma Blush.

Bless kæra dagbók og takk fyrir allar "athugasemdirnar" og kveðjurnar, þær eru lesnar samviskusamlega fyrir kærastann Kissing.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er von að þig langi í ferðalag, lóan komin og kominn fiðringur í landann. Ég er nú bara ánægð fyrir þína hönd ef það er frostlaust- vildi að ég hefði mér einhverja afsökun fyrir því að forðast líkamsræktarstöðvar eins og heitan eldinn þessa dagana. Fyrir 3-4 vikum ákvað ég að prófa að taka glucomed töflur af því að Valur bróðir hafði svo góða reynslu af þeim. Honum óx nefninlega þetta fína hár þar sem komnir voru skallablettir á hauskúpuna. 'eg er nú ekki komin með skalla en allur er varinn góður, þetta er dálítið í öðrum helmingi ættarinnar, þeim gishærðari sem sagt. Ég sé ekki merki um að hárið þykkni enn sem komið er en mér datt í hug að lesa um aukaverkanir. Stendur þá ekki skýrum stöfum: Algengt, höfuðverkur og þreyta. Þarna er skýringin komin held ég. Nú er spurning að hætta með töflurnar og athuga hvort það sprettur fram hreyfiþörf, ætti kannski að taka lýsi til vonar og vara. Jæja, þetta er meira bullið en stundum ratast kjöftugum rétt á munn eins og kerlingin sagði. Ég ætla að reyna að taka þig til fyrirmyndar og hundskast af stað fljótlega. GAman að heyra að það sé ekki búið að reka alla sálfræðinga á Lansanum. Bestu kveðjur  til ykkar.

Guðríður

Guðríður (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband