10.2.2011 | 11:37
Fingraleti!
Góðan daginn kæra dagbók það er helst af prinsessunni að frétta að hún hefur verið illa, mjög illa haldin af fingraleti og því hafa litlar fréttir verið af henni á almannafæri.
Fyrst eru það fréttir af honum Jóni Ormi eðalketti; hann er allur að hressast, fúkkalyfin sem hann át með bestu lyst fyrstu dagana en þurfti að henda ofan í hann þá síðustu, virðast hafa haft góð áhrif á heilsuna. "Fátt er svo með öllu illu að ei boði gott" er eitthvað sem prinsessan er að hugsa um að snúa við, því um leið og Jón fór að hressast þá fór hann líka að vakna fyrir sjö á morgnana og vill rífa ömmu sína fram úr og fá hana til að leika við sig. Prinsessan er ekki alveg á því að rjúka fram úr þegar hún kemst ekki í ræktina sína vegna veðurs en það eru einmitt þeir dagar sem Jón sýnir útiveru lítinn áhuga og vill leika inni . Annars fer Jón mjög lítið úti, rétt út á stétt og spígsporar þar á framrúðum bílanna, prinsessunni og dóttur hennar til mikillar gleði, það er nefnilega svo gott að aka um á bíl sem er með framrúðuna þakta af drullugum loppuförum . Nýjasta nýtt hjá Jóni er að taka á móti "ömmunni" sinni (prinsessunni), þegar hún kemur heim á kvöldin og fá að "sitja í" á meðan ekið er inn í bílskúr .
Prinsessan situr núna á sjúkrahúsinu hjá kærastanum og bíður spennt eftir að komast í klippingu því að þvílíkt dekur og dúll sem prinsessan fær á sinni hársnyrtistofu er vand fundið. "Hárgreiðslukonan" (sem er í raun stelpa jafngömul prinsessunni) sér um að sem best fari um prinsessuna og lætur dúlla við hana í þvotti, höfuðnudd, nuddstól, færir henni gott kaffi og alltaf fer prinsessan út með rosaflott hárið og er hægt að fá mörig vitni til að staðfersta það . Það er ekki nema von að prinsessan sé full tilhlökkunar að vísu kom smá babb í bátinn áðan því þegar prinsessan mætti á sjúkrahúsið vatt sér að henni hjúkrunarfræðingur og sagði "ofsalega er flott á þér hárið, eins og eftir stílista" en prinsessan passar nefnilega alltaf upp á að fara með óhreint hárið í klippingu og illa tilhöfð (sko hárið) .
Prinsessan hefur svolítið verið að velta því fyrir sér svona sér til gamans að fara að punkta niður nokkrar æskuminningar (á meðan hún enn man eitthvað) þar sem prinsessan hefur einstaklega gaman af því að velta fyrir sér hvernig heimurinn og lífverurnar eru í hugarheimi barnsins mjög margar af þessum minningum tengjast mikið "barndommensgade" og vonandi að enginn verði fúll þrátt fyrir ýmsara opinberanir .
Kærstinn byrjaði á nýjum lyfjakúr á þriðjudaginn og þetta eru algjörlega ný lyf því þau "gömlu" voru ekki að skila tilætluðum árangri svo enn er mánuður í það að kærustuparið viti eitthvað um framhalds meðferð, sem sé aftur á byrjunarreít (10. janúar 2011). Hann situr núna og les dagblöðin og fylgist með gangi heimsmálanna .
Bless kæra dagbók í bili og næst þegar fréttist af prinsessunni verður hún rosa fín um hárið og rosalega afslöppuð .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahha ég sé köttinn alveg fyrir mér setjast til að keyra inn í skúrinn Ég skil hjúkkuna vel enda hef ég bara séð þig fína um hárið skilaðu kveðju til kærastans!!
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 22:40
Þú klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Knús á ykkur bæði frá M 85
Edda (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.