Súkkulaði kaka fyrir tvo.

Góðan daginn kæra dagbók Wink. Enn situr prinsessan hjá kærastanum á sjúkrahúsinu og lætur fara vel um sig í biluðum "lazy-boy" stól Pinch. Stóllinn er orðinn lúinn og lyftigræjan eitthvað farin að gefa sig. Prinsessan var búin að koma stólnum í ekta "lazy-boy" stöðu og slakaði þar á með tölvuna í fanginu þegar í gættina kom brosandi starfsstúlka og bauð kaffi eða te, prinsessan hugðist reisa sig upp en sat föst, pikkföst. Stóllinn neitaði gjörsamlega að fara í upprétta stöðu og prinsessan veit núna hvernig henni liði ef hún væri 170 kíló og þyrfti að standa á fætur. Þarna henti prinsessan sér fram og aftur í stólnum og reyndi að losa um tökin en ekkert ætlaði að gerast, loksins komst hún þó á fætur og þakkaði fyrir í huganum að ekki fleiri voru viðstaddir, allavega hefði hún hlegið ef þetta hefði verið einhver annar en hún að koma sér úr stólnum LoL.

Skömmu síðar heiðruðu, heiðurs hjón, kærustuparið með heimsókn. Kærustuparinu fannst ofsalega gott að fá svona hresst og fallegt fólk í heimsókn og sem betur fer höfðu þau (eða hann) vit á að koma ekki með afskorin blóm, því það er sko aldeilis bannað þegar menn eru "penískir". Prinsessan sá vel að kærastinn hresstist vel við heimsóknina og ekki sakaði að góður vinur hringdi líka. Foreldrar prinsisns komu líka í heimssókn með nesti með sér, þ.e. fyrir kærustuparið. Prinsessan heldur því statt og stöðugt fram að tengdamóðir hennar haldi að prinsessan sé að farast úr næringaskorti og ónógu fæði, spurning að biðja hana um að ganga meira með gleraugun svo hún sjá prinsessuna í réttu ljósi Blush.

Prinsessan prjónar og prjónar og les blöðin og rífst við þau, leysir krossgátur og sudokur. Nýjasta prjóna-afurðin er lopa-teppi handa Jóni Ormi eðalketti, hann svaf á því síðustu nótt og vaknaði hress í morgun, eflaust svo vel úthvíldur að hann hefði getað veitt hvaða fugl sem væri. Jón dreif sig út en var fljótur inn aftur þar sem ekki viðraði fyrir þessa elsku svo að inni-músin Heiða varð að duga í veiðiskapinn þennan daginn, ekki er hægt  að segja afinn og amman hafi verið óánægð með það Cool.

 

Annars er allt við það sama hjá kærustuparinu, beðið eftir að blóðþættirnir fari upp og farið varlega á meðan, smá hiti og höfuðverkur en allt undir "kontról". Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíana

Hahaha, þessi letistrákar geta verið hættulegir, sérstaklega þegar þeir hafa verið settir á hjól! Var komin í góða æfingu í því að bjarga keisaramömmum úr stólunum á vökunni.

Júlíana , 23.1.2011 kl. 20:08

2 identicon

Komið þið sæl kæru hjón.  Gott að vita að einhver komi að kíkja á ykkur, þori ekki að koma, með einhverja drullu í hálsinum.  Hugsa stöðugt til ykkar. 

Kveðja,

Anna Stína.

Anna Stína (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband