Af göldrum!

Kæra dagbók Wink þá er dagur að kveldi komin og prinsessan hefur setið við hlið kærastans í dag og prjónað. Kærastinn hefur vel við unað, slappur og lasin en þó í "stabílu" ástandi og ekkert faðmað gólf í dag Halo. Gestir hafa heiðrað kærustuparið hér á sjúkrahúsinu í dag og hefur parið haft af því nokkuð gagn en aðalega gaman Smile.

Hins vegar varð smá uppnám á heimili prinsessunnar í gærkvöldi Sideways. Kærastinn hringdi til að bjóða góða nótt og þegar að prinsessan var að tala í símann fer Jón eðalköttur að fylgjast með svo prinsessan áleit að hann vildi fá að tala við "afa" og rétti símann að eyra Jóns. Jón tekur við að mala á hæsta mali og svo hátt að "afi" heyrði til hans í gegnum símann og fer þá að tala meira. Jón stendur þá upp og horfir stórum augum (sjáöldrin þanin til hins ítrasta) á símann og svo á prinsessuna/ömmu sína, reynir að kíkja bakið símann stekkur svo undir stól og horfir á ömmu sína og út úr svip hans mátti lesa " hvað ertu búin að gera við afa, troða honum inn í þetta litla box, það er ekki fallegt" Crying! Prinsessan kvaddi kærastann og reyndi svo að blíðka Jón en hann virtist bara skelkaður og vildi ekkert með ömmu sína hafa þó hún væri búin að fela "boxið", hann ætlaði sko ekki að láta setja sig þarna inn líka. Það tók Jón góða stund að jafna sig á "göldrum" ömmu sinnar en sofnaði svo á gólfinu hjá henni og svaf þar í alla nótt, alsendis áhyggjulaus um "galdranornina".

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu sem situr/liggur núna og horfir á fréttir Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jahá,,, svona er lífið...

sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 01:42

2 identicon

galdrakerling,,, gleymdi þessu orði,,,,,..

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband