20.1.2011 | 12:47
Spurning um að vekja athygli!
Góðan daginn kæra dagbók .
Nú situr prinsessan á sjúkrahúsinu kærastanum til skemmtunar (það var þá skemmtun) og svo situr hún bara og faðmar tölvuna .
Kærastinn náði að raska ró fjölskyldunnar í fyrrinótt . Reyndar er komin reynsla á það að einhverjum dögum eftir lyfjagjöf verður kærastinn mjög slappur vegna blóðleysis (ýmissa þátta í blóðinu) og þá þarf prinsessan að vera dugleg að fylgjast með honum og þá leikur hún afskiptasama, kemur allt við, konu . Á þriðjudagskvöldið var kærastinn bara ágætleg hress og var í "leyfi" heima svo prinsessan var ekki með neinar áhyggjur og eftirlitð svolítið á "hold". Fjölskyldan hélt öll fremur snemma til hvílu en kærastinn sá til þess að hin þrjú (fjögur) ruku upp með andfælum rétt fyrir fimm, allir búnir að sofa nóg, allir á fætur og gera eitthvað . Kærastinn ætlaði sem sé að kasta af sér vatni en þá vildi ekki betur til en svo að blóðleyfarnar náðu ekki upp til heila svo kærastinn steinlá á baðherbergisgólfinu með öllum þeim látum sem hans líkami gat útbúið á þessum stað. Prinsessan var eitursnögg inn á baðherbergi með dótturina á hælunum og sonur lallað inn skömmu síðar og Jón Ormur var sömuleiðis mættur á svæðið, þarna var sem sé hægt að láta fjölskylduna alla glaðvakna á sama augnablikinu og beint fram úr, ekkert snús eða snúa sér á hina . Kærastanum var hagrætt þarna á gólfinu af mæðgininum en dóttirin hringdi á sjúkrabíl og inn á deildina sem kærastinn liggur á. Prinsessan skellti sér í leppana og hélt á sjúkrahúsið á eftir sjúkrabílnum og þar var kærastanum komið fyrir á "svítunni" fékk vökva í æð og góða aðhlinningu og öll "lífsmörk" mæld, allt kom vel út miðað við aðstæður. Prinsessan hélt heim skömmu fyrir átta og ákvað að knúsa "litlu" börnin sín og leggja sig í svona tvo tíma, vitandi kærastann í öruggum höndum. Ekki var nú kærastinn á því að láta morguninn líða í rólegheitum, ekki var hægt annað en að leyfa starfsfólkinu að hafa pínulítið fyrir sér. Kærastinn ákvað sem sé að fara, aftur, að skvetta af sér vatni en þar sem enn var jafnlangt fyrir blóðleyfarnar að fara upp í höfuð þá steinlá kærastinn svo glumdi í um alla deild og allar þessar ljúfu stúlkur (læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, nemar) þustu inn til kærastans til að aðstoða hann . Kærastinn var settur í hinar ýmsustu rannsóknir, höfuð, hjarta og fleiri líffæri voru skoðuð og ekkert óvanalegt kom í ljós svo kærastinn virðist nokk ósár eftir þessar "gólffaðmanir" . Þegar prinsessan mætti á svæðið fékk hún fréttir af atburðum en þó ótrúlegt megi virðast þá eru áverkar hverfandi á kærastanum hann er alltaf jafn sætur og myndarlegur .
Núna er kærastinn á "veika" tímabilinu en fljótt er brugðist við öllum merkjum um sýkingu og hér er þjónustan frábær .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu sem ætlar (allavega prinsessan) að fylgjast með handboltaleik í kvöld .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ,æ,æ. Meira bramboltið á ykkur, Eyjólfur þú átt að láta skvísurnar á deildinni aðstoða þig. Þið eruð greinilega í góðum höndum.
Áfram Ísland.
Knús frá mér,
Anna Stína.
Anna Stína (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 17:23
Sjís. Algjör óþarfi að reyna að slasa gólfið! Viltu segja kærastanum að hætta að kasta af sér vatni án aðstoðar, grey gólfin þola ekkert svona átök;)
Júlíana , 20.1.2011 kl. 20:52
Herra kærasti sko afsakið en ég bara verð.... ég er í hláturskasti !!! Ég bara sé ykkur koma eitt af öðru inn á WC og standa yfir þér :)
Knús frá B-17 og ég er alveg að losna við kvefið og þá ........
Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.