17.1.2011 | 10:47
Af eðli og viðkvæmum sálum!
Góðan daginn kæra dagbók . Nú situr kærustuparið og bíður eftir niðurstöðum um blóðprufu og um leið eftir næsta skrefi en líklega fær kærustuparið að eyða síðdegi og næstu nótt heima í firðinum fagra .
Kærustuparið var komið heim um hálf fjögur í gær og fékk gesti í kaffi og síðan eldaði prinsessan einn af uppáhaldsréttum kærastans. Þessi réttur er reyndar (því miður) líka í miklu uppáhaldi hjá prinsessunni og þá vill fara svo að hún kunni sér ekki hóf og hreinlega éti yfir sig. Nákvæmlega það gerðist einmitt í gærkvöldi svo að prinsessan settist í sjónvarpssófann afvelta, þá var verið að sýna þennan fína breska sakamálaþátt í sænska sjónvarpinu . Þarna sat prinsessan eins og klessa þegar litla "ömmubarnið" lét í sér heyra. "Ömmubarnið" er hann Jón sem dóttirin kom með inn á heimilið um miðjan maí en þá var hann 6 vikna kettlingur. Prinsessan fann ýmislegt því til foráttu að hafa kattardýr á heimilinu þó að í raun dái hún kettina fyrir sjálfstæðið og sé í raun mikil dýravinur (eru hestar nokkuð dýr?) Jón var flótlega í miklu uppáhaldi hjá öllum heimilismeðlimum og til að sem best væri að honum búið var farið með hann til dýralæknis í ýmsar bólusetningar og ormahreinsun í maílok. Fljótlega kom í ljós að ormahreinsunin gékk ekki sem skildi þar sem óþekktarormurinn efldist frekar er hitt í honum Jóni og fékk hann því fljótlega viðurnefnið Ormur og sökum þess hvað hann er duglegur að mala er fullt nafn hans í dag "Mótórbáturinn Jón Ormur" stundum kallaður Brekkusóley . Jón er svartur köttur og vitur kona sagði prinsessunni eitt sinn að svartir kettir væru mun meiri veiðikettir en aðrir kettir og því var Jón útbúin með þrjár bjöllur á bakinu, fuglum hverfisins til varnar. Þetta hefur Jón hins vegar nýtt sér til hins ítrasta þegar að fjölskyldan vill að hans mati liggja of lengi á sínu græna, þá veltir Jón sér á gólfinu svo í glymur og fáum er svefnsamt eftir klukkan 07:11 á morgnana fórni ekki einhver sér og næri dýrið .Aftur að gærkvöldinu þar sem prinsessan sat þungt, afar þungt í sófanum og Jón tilkynnti komu sína inn með miklum bjölluhljóm, kærastinn stóð upp til að hleypa "Yndinu" inn um garðdyrnar en segir um leið "hann er með eitthvað" og prinsessunni fannst hún voða fyndin þegar hún segir af bragði "fugl". Var ekki þessi elska þá að færa björg í bú, búin að ná í skógarþröst, dröslast með hann yfir 2 metra háa girðingu og inn á stofugólf og enn var þrösturinn í lífi . "Amman/prinsessan" rauk á lappir hrifsaði Jón upp og hentist með hann upp í þvottahús og hrópaði á kærastann að snerta ekkert (hann er penískur) og svo á soninn að bjarga fuglinum. Þegar þarna var komið við sögu skildi Jón Ormur ekkert í "ömmunni sinni" hvaða læti og mátti hann ekki klára að "leika" við bíbí, hann vældi og klóraði í hurðinna og vildi komast fram en var þess í stað hent ofan í óhreinatauskörfu og "amman" stakk af. Þrestinum var komið fyrir í kassa út í bílskúr, með nesti og síðan var reynt að meta hvort ekki væri bara best fría greyið frá meiri þjáningu en sem betur fer þurftu mæðginin ekki að taka það að sér þar sem að greyið litla sofnaði og vaknaði ekki aftur. Ekki þarf að taka það fram að fjölskyldan var í áfalli og kærastinn alveg miður sín og þau feðgignin hálfgrátandi . Jón Ormur ekki hátt skrifaður, hann sem var bara að færa björg í bú og þegar málin voru skoðuð þá lét hann þröstinn falla við fætur "afa síns", hefur ætlað að hressa hann við og gefa hollt og gott að borða og var svo bara skammaður fyrir og "afi" varð bara ógurlega mikið leiður! Kærustuparið vonar náttúrulega að bjallan sem bætt var á bakið á Jóni í morgun forði fuglum hverfisins frá þessum "duglega" veiðiketti en til öryggis vill "afinn" að Jón verði inni á kvöldin hér eftir!Bless kæra dagbók og prinsessan þakkar góðar upplýsingar um "facebook" og allar líkur eru á að hún fái "sjúklina" aðgang, ekki fer hún að kaupa sér "flóknari" síma og takk fyrir allar góðu kveðjurnar og prinsessan setur inn fréttir um leið og þær berst .Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:51 | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhh, hversu sætt er þetta ekki hjá Jóni Ormi; ekki vera vond við hann. Vonandi verða niðurstöður góðar og ég vona svo sannarlega að þið hafið getað notið þess að horfa á þennan frábæra leik áðan án þess að svarti kisi hafi farið aftur á stúfana að færa afa eitthvað hressandi. Bestu kveðjur í Norðurbæinn ofan af Holti.
Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.