14.1.2011 | 15:18
Föstudagur í dag!
Kæra dagbók þá lætur prinsessan frétta af sér en hún er við nokkuð góða heilsu þrátt fyrir að vera þurr og flekkótt í húðinni á "kroppnum" .
Hitastigið hefur heldur sigið í átt að prinsessu-stigi þó enn megi betur. Kærastinn hefur nú fengið fyrsta lyfjaskammt, hver skammtur fer inn á fimm dögum, þess vegna fær hann smá frí í kvöld. Hann fær að sofa heima hjá kærustunni fram á sunnudag ef vel gengur og fær jafnvel að vera með annan fótinn heima einhverja næstu daga. Gaman að greina frá því að "svítan" bíður þó alltaf eftir honum á Hringbrautinni .
Prinsessan er nokkuð iðin í handavinnunni en er sér til mikillar gleði búin að uppgötva nýja leiki á þessu fína "interneti" og hefur hún nokkuð gaman af hins vegar fara litlar sögur af gagninu af þessum leikjujm . "Facebook" er lokuð á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, eflaust gert til varnar gögnum sem geymd eru í tölvukerfi sjúkrahússins. Væri þá ekki nær að hafa aðra tengingu fyrir "gesti" svo þeir kæmust á andlitsbókina sem er náttúrulega einfaldlega lífsnauðsynlegt, sálar og líkamsheill "gesta" liggur bara hjá garði við þessa lokun. Prinsessan (þessi mjög svo klára) er nefnilega búin að komast að því að það er auðveldara að "brjósta inn" í þetta viðkvæma kerfi sem gestir hafa aðgang að, heldur en væri ef "gestirnir" væru á sér tenginu (reyndar hefur prinsessan þetta eftir einu tölvuséníinu). Þannig að það að loka á andlitsbókina er í raun bara til að forðast vírusa og að starfsfólk sé ekki að eyða tíma á "face-inu", hins vegar sýnist prinsessunni þetta starfsfólk aldrei setjast niður og hvað þá að það geti þá kveikt á tölvu, alltaf verið að hugsa um kærustuparið.
Prinsessan er frekar fúl yfir þessari lokun og hefur orðið þó nokkrar áhyggjur af sinni sálarheill, það gæti eitthvað "skeð" sem hún missti af því hún hefur ekki "facebook"! Er ekki tími til komin að ræða þetta við stjórnendur? Þetta getur reyndar verið vegna sparnaðar. Núna er til dæmis "internettengingin" ekki lengur þráðlaus heldur situr prinsessan og flækir sig mismikið í snúruna sem tengir hana við umheiminn. Í landi jafnaðar þar sem kærustuparið dvaldi um nokkurra mánaðar skeið, einmitt á sjúkrahúsi lengst af, þar var þráðlaus "internettenging" og þar var sálarheill prinsessunnar ekki stefnt í voða þar sem hún hafði óheftan aðgang að "facebook" og þó er nú ýmislegt sparað þar .
Jæja kæra dagbók þá ætlar prinsessan að fara að kveðja en hún og kærastinn eru alveg rosalega ánægð með allar góðu kveðjurnar og óskirnar sem þau hafa fengið, það er nefnilega svo hollt og gott að fá góðar kveðjur. Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá prinsessunni á bauninni og kærasta hennar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ, ertu viss um að þú getir ekki beðið um sjúklinganet eða gestanet og farið á facebook þannig? Það er hægt á deildinni sem ég vinn á. Ég myndi spjalla við ritarann frammi og athuga hvort það sé ekki hægt að redda þessu fyrir þig ;)
Ég sendi ykkur hlýja strauma og bið að heilsa öllum.
Bestu kveðjur, Áslaug María.
Áslaug María (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 22:22
Það er ein leið sem getur möglega bjargað þessum málum, það er að fá sér pung hjá voddafokk, símanum, tal eða Nova ;)
Þá kemstu á andlitsbókina hvenær sem er og hvar sem er ;)
Jú svo ef þú átt tæknilegan síma eins og ég þá getur þú kíkt á feisið á honum :P
Gangi ykkur vel með allt saman
kveðja úr sveitinni
Jóhanna Björg (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 23:34
Bestu kveðjur frá Katrínu og Stefáni.
Katrín (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.