2011 jahérna!

Kæra dagbók þá er prinsessan komin á ról og ætlar aðeins að heilsa upp á þig Wink.

Því miður er prinsessan ekki með góðar fréttir því nú situr hún með gúmmíhanska í gulum slopp á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut kærasta sínum til skemmtunnar (og náttúrulega rosa sexy í þessari múnderingu). Kærastinn var nefnileg greindur aftur með bráðahvítblæði svo nú er ný meðferð tekin við sem við reyndar vitum ekki alveg hvernig verður þar sem allavega tvær leiðir eru mögulegar en ætti að skýrast í lok mánaðar. Allavega vinna framundan Woundering.

Greiningin kom síðasta föstudag en kærastinn fór ásamt dóttur sinni á laugardagkvöldið og hélt uppi stuði með rokkgítarleik og söng á nýársfagnaði Þrasta. Dóttirinn söng nokkur lög með hljómsveit pabba síns og prinsessan fékk sýnishorn á dvd þar sem að hún komst ekki út þar sem veðrið bauð ekki upp á útiveru fyrir prinsessur Frown. Hins vegar hefur prinsessan áreiðanlegar heimildir fyrir því að þau feðginin hafi staðið sig með miklum sóma sem er samhljóma því sem prinsessunni fannst þegar hún horfði á dvd myndina Grin. Prinsessan hefur hug á að grobba sig meira og setja myndskeiðið hér inn á bloggið svo að þú kæra dagbók getir notið. Það verður prinsessan hins vegar að gera heima hjá sér og bíður það því aðeins, ekki mikið.

Svo eru það beinar fréttir af prinsessunni, sem eins og þú kæra dagbók veist, er mjög róleg og yfirveguð í öllum sínum gjörðum og sýnir aldrei af sér fljótfærni. Í desember verslaði prinsessan sér "bodylotion" af ódýrustu gerð, sem hún reyndar hefur oft verslað áður og vel líkað, nema að nú var búið að "breyta" umbúðunu. Eftir næstu sturtu dundaði prinsessan við að bera á sig, vel og vandlega, búið var að bæta "lotionið" nú var það þykkara og á brúsanum stóð "firming". Var þetta ekki alveg upplagt fyrir prinsessu sem skyldi nú ná stinnri og flottri hún ungmeyjunnar og ekki var "lotionið" sparað eftir næstu sturtuferðir. Um svipað leiti fer að bera á "sveppasýkingu" á húð prinsessunnar svo hún fær sveppalyf sem dró úr einkennum sem svo hurfu á fáum dögum. Tók þá prinsessan til við fyrri "lotion-áberingu" en tekur þá ekki "sveppurinn" sig upp aftur svo að nú var læknirinn heimsóttur og hann ávísaði á pillur sem skyldu gera kraftaverk. Þetta var prinsessan búin að bryðja í þrjá daga og passa vel upp á húðina sem óneitanlega klæjaði í en þá var bara borið meira "lotion" á. Á Þriðja degi fékk prinsessan mjög góðan og skemmtilegan gest í heimsókn og sat í stofunni (bauð gestinum ekki upp á neitt) og spjallaði og bar sig illa við gestinn og sýndi þessa ferlegu "sveppasýkingu" um allan búk. Þá byrjar dóttirin eitthvað að góla á efri hæðinni. Prinsessan kváir þar sem að hún áleit þessi gól sér ætluð og ef grant var hlustað mátti heyra smá fliss í þessu góli LoL. Hvað var dóttirin að góla "mamma þú hefur verið að bera á þig "shower cream, þetta  bodylotion þitt er sturtusápa ég set það bara í sturtuna". Sem sé prinsessan sem ætlaði að fá stinna húð tvítugu stúlkunnar var á góðri leið með að brenna af sér húðina með því að bera á sig sápu eftir sturtu Crying Prinsessan hefur því ákveðið að bíða með húð hinnar tvítugu og ber nú á sig "Alo Vera" og er hætta éta "meðalið" Blush

Kæra dagbók þá segi ég nú bless í bili, við kærustuparið erum í baráttuhug og höldum ótrauð áfarm InLove.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, hérna. Hlutirnir eru aldeilis fljótir að gerast.

Knús á ykkur bæði og skilaðu til kærastans að ég hafi hitt gamla skólasystur í dag sem vill endilega halda hitting með okkur 1961 síungu og flottu.

Kærleikskveðjur úr Norðurbænum okkar

Ásta

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 16:23

2 identicon

Sæl elsku prinsessa. Mikið eru þetta leiðinlegar fréttir af prinsinum en ég veit að svo sannarlega verður barist og engin uppgjöf leyfð. Líklega verður prinsessan töluvert upptekin við skyldustörf á spítalanum á næstunni en ef hún verður eitthað heima, endilega láttu vita því mig langar töluvert að fara að hitta eitthvað aðalsfólk. Baráttukveðjur til þín og prinsins, knus og kram. Dísin á Holtinu.

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 16:30

3 identicon

Baráttukveðjur úr Reykholtsdalnum. Þetta með þitt vandamál, getur verið að þú eigir systur sem heitir Guðleif Hrefna? Allavega minnir þetta svolítið á hana.

Þóra Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 16:55

4 identicon

Elsku kærustupar, baráttu kveðjur frá mér og mínum.  Hugsa stöðugt til ykkar. Sendu ykkur sterka strauma.

Knús frá mér,

Anna Stína.

Anna Stína (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 20:56

5 identicon

Til prinsessunnar og kærastans

 Baráttukveðjur, fylgist með ykkur.

Margrét Karlsdóttir

Margrét (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband