27.7.2010 | 23:52
Dagbók!!
Kæra dagbók nú er sko langt síðan þú hefur heyrt frá prinsessunni á bauninni og ýmislegt gerst á þessum tíma. Ástæður þagnarinnar er einfaldlega leti en nú verður prinsessan að halda heilsufarsdagbók fyrir lækninn sinn og því alveg eins gott að gera það hér í þessa líka fínu dagbók. Fljótlega ætlar prinsessan hins vegar að loka dagbókinni þannig að þeir sem hafa einhvern nenning í að lesa bullið um prinsessuna verða að sækja um aðgangsorð, meira um það síðar .
Síðan síðast hefur einn heimilismeðlimur bæst við í fjölskylduna, dóttirin á bænum er orðin einstæð móðir! Sonurinn heitir Jón og varð 4 mánaða 25. júlí síðastliðinn. Jón er dökkur á húð og hár, eiginlega bara alveg svartur. Það læðist sá grunur að prinsessunni að dóttirin sé galdranorn eftir allt saman, þannig er það allavega alltaf í ævintýrunum, galdranornirnar eiga alltaf svartan kött en þeir eru jú yfirleitt fullorðnir. Prinsessan er sem sé orðin amma og stendur sig að eigin mati mjög vel í hlutverkinu, bara dekrar og eyðileggur uppeldið! Engin mannlegur heimilismeðlimur hefur sýnt nokkur einkenni ofnæmis fyrir barnabarni prinsessunnar, sem í sjálfu sér er mjög merkilegt, það er helst hegðun Jóns á ókristilegum tímum sem veldur viðbrögðum.
Kæra dagbók prinsessan átti víst að fjalla um eigið heilsufar í þessari dagbók en nú starfar prinsessan sem tilraunadýr, að vísu ekki á Keldum, fer einu sinni í mánuði í sprautu. Í prinsessuna er sprautað efni sem unnið er úr eggjastokkum kínverskrar stökkmúsar og er það eflaust gert til að prinsessan verði betra leifang fyrir Jón sem þá getur skemmt sér alla dag við eltingaleik. Prinsessunni er hins vegar tjáð að þetta sé til að reyna að draga úr asmanum sem um leið á þá að minnka svæsin viðbrögð við kulda.
Að sjálfsögðu krækti prinsessan sér í kulda á einu heitasta degi ársins, hún var að flækast úti á stuttbuxum og ermalausum bol löngu eftir sólsetur og varð köld og fékk sterk viðbrögð en hitaði sig snarlega og vel upp. Þar með taldi prinsessan að allt væri úr sögunni en nei nei næsta kvöld var prinsessan lögst í rúmið fyrir 21:00 og taldi sér og öðrum heimilismeðlimum trú um að þetta væri þreyta. Daginn eftir var sprautumeðferð númer 2 og um kvöldið mældist hitastig prinsessunnar 39.5°C sem er víst ekki normal en hvenær hefur þessi prinsessa svo sem verið normal? Við tóku andlausir daga (dagar sem prinsessan á erfitt með að ná andanum vegna asma) og stera át. Nú viku síðar er prinsessan öllu hressari, svolítið ofvirk (fylgifiskur steranna), fór í golf í dag og loksins búin að þrífa hornskápinn í eldhúsinu .
Bless kæra dagbók og hafðu það sem best og prinsessan lofar að standa sig vel í að passa heilsuna og hætta að leika einhvern jaxl, enda verður hún að vera hress þegar hún tekur við leiklistarverðlaunum fyrir að leika myndarlega húsmóður
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pant fá svona aðgangsorð :) Knús á ykkur og passaðu þig nú á kuldanum sem læðipúkast út um allt.
Knús úr minni sveit
Ásta
Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.