23.3.2010 | 18:26
Úr og í, í og úr!!
Kæra dagbók hér er nú ekki á vísan að róa með veðurfar, kærustuparið lá í rúma tvo klukkutíma í gær í sólbaði á pallinum hjá sér í dag voru það síðbuxur og peysa sem rétt dugðu .
Hins vegar er alltaf lán og gæfa yfir kærustuparinu því eftir að hafa puðað og púlað og svitnað og rembst í ræktinni hélt kærustuparið í heimsókn. Íslensk hjón, Hafnfirðingir, hún meira að segja Gaflari buðu kærustuparinu í heimsókn þau náttúrulega vissu ekkert hverju þau áttu von á en þetta hugaða fólk tók þá áhættu að fá kærustuparið í heimsókn . Prisnsessan getur fullyrt að þau lifðu af, allavega voru þau sprelllifandi þegar kærustuparið fór. Mikið var nú gott að koma í heimsókn og kaffið var gott svo að prinsessan kláraði kaffiskammtinn fyrir daginn, þó að hún sé kaffisjúklingur þá drekkur hún yfirleitt ekki nema tvo bolla á dag því það dugar henni vel og ekki skemmdi meðlætið. Hafnfirðingarnir eiga hér mjög skemmtilega íbúð og er hún líka mjög vel staðsett og þarna er örugglega hægt að una sér vel .
Annars hefur kærustuparið það gott og prinsessan hefur ekki verið mikið að trufla veruna með prinsessustælum, hún hefur verið nokk til friðs og er það nú mun betra fyrir nærstadda .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í gos- og giftingar- og eldsvoða óróann .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.