21.3.2010 | 11:18
Loksins vel nettend!
Kæra dagbók nú er sko búið að vera vesen á netinu, alltaf að detta út svo prinsessan hefur ekki haft þolinmæði í tölvu-hangs .
Prinsessan er búin með steraskammtinn og asminn er allur betri, engin motta og þétt lak yfir sófanum svo prinsessan getur andað léttar en er enn töluvert móð við litla áreynslu en það er nú alvanalegt, hins vegar er það ekki alveg stíll prinsessunnar að fara sér rólega en hún er þó að læra að þó hún gangi upp tröppurnar þá komist hún líka upp. Hitinn úti hefur verið mjög góður og prinsessan búin að drösla kærastanum á ýmsa staði og er hann allur orðinn styrkari og lítur mjög vel út. Verst er að prinsessan var ekki með myndavélina þegar kærustuparið var á ströndinni . Prinsessan lá þarna í sólinni í fína bikiníinu sem hún verslaði sér í Stokkhólmi í fyrra og lét fara vel um sig, fékk meira að segja nudd hjá kínverskri nuddkonu sem virtist kunna sitt fag. Það var reyndar ekki myndaefnið heldur var það kærastinn sem sat í sólstól lesandi bók um Andalúsíu klæddur strigaskóm, svörtum herrasokkum, síðbuxum, peysu, jakka og með dökk sólgleraugu og derhúfu, reyndar með sólarvörn 30 og leið vel að eigin sögn . Hvorki prinsessan né kærastinn sólbrunnu þann daginn .
Kærustuparið hefur nokkru sinnum rekist á aðeins eldri hjón á veitingastað og átt tal saman, þau eru íslensk og eiga hér húsnæði þar sem þau búa lungað úr árinu. Það sem hefur verið sameiginlegt með hjónunum og kærustuparinu er sterk aðdáun á matnum hjá honum Magga á Mangóbar þannig að ýmislegt hefur verið hægt að ræða. Hjónin buðu kærustuparinu að kíkja við því að frúin ætti það til að baka pönnukökur, þetta boð var of freistandi til að hægt væri að slá hendi á móti því svo kærustuparið dreif sig í gær. Leiðarlýsingin var svo góð að kærustuparið var enga stund að finna staðinn og pönnukökurnar runnu vel niður með sterku góðu kaffi og var virkilega notarlegt að komastí svona heimsókn og ræða saman í rólegheitunum, vinaheimsókn .
Næst á dagskrá kærustuparsins er að kíkja á kaffihús í eigu íslenskrar konu í þorpi hér ekki langt frá og svo er það ræktin alla vikuna fram undan, vá hvað prinsessan hefur mikið að gera og svo á hún von á erfðaprinsessunni á laugardaginn .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og endilega passið ykkur á gosinu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.