15.3.2010 | 20:08
Prinsessa eða ekki prinsessa!!
Kæra dagbók þó að prinsessan sé prinsessan á bauninni endurborin vegna viðkvæmni á líkama þá er ekki þar með sagt að það sé ekki prinsessu líferni á henni . Dagurinn í dag var sérdeilis lúksus hjá fröken prinsessu. Fyrst fór hún og heilsaði upp á "Soffíu" og bauð kærastanum með, aldrei að skilja útundan. Eitthvað voru þær í ræktinni að ræða það að prinsessan fengi líklega ekki fleiri gesti þar sem hún rekur alla með harðri hendi í ræktina en það er bara alls ekki satt prinsessan "býður" gestum sínum í ræktina en þeir þurfa sjálfir að borga . Burt séð frá því þá fór kærustuparið í ræktina og á kaffihús með hressum "Soffíum" á eftir, þær drifu sig í kraftgöngu en prinsessan sannfærði sig og átti um leið auðvelt með að sannfæra aðra um að hún væri bara ekki orðin nógu góð af asmanum og auk þess á sterum svo að hún þyrfti nauðsynlega að leggjast á ströndina og hvíla sig í sólinni og svo ekki sé talað um að hvíla kærastann eftir kaffihúsið . Eftir að hafa legið í sandinum í 15 mínútur kom ung "kínversk" stúlka og bauð fram nudd, fætur eða bak fyrii 10 , prinsessan ákvað eftir "gífurlega" erfiðar fótaæfingar í ræktinni að þiggja fótanudd en þetta endaði á alsherjar nuddi sem prinsessan borgaði 20 fyrir og þvílíkur lúksus. Nuddið tók klukkutíma í sólinni og var prinsessan öll slakari á eftir og nú 8 tímum síðar er hún ekkert farin að röfla . Eftir nuddið var nálægur bar við ströndina tekinn til athugunar og fær hann 8,5 fyrir staðsetningu og þjónustu en 7,5 fyrir verð þannig að meðaleinkunninn er 8.0 og verður þessi bar ofarlega á blaði kærustuparsins. Eftir að hafa aðeins bælt ströndina var farið í búðir og verslað í "matinn" ásamt því að fá þessa líka fínu derhúfu á kærastann í kuffulaginu og eftir afbragðs nautakjötsmáltíð var boðið upp á kaffi, brandí og súkkulaði og prinsessan þáði tvennt af þessu og liggur nú afvelta með tölvuna í fanginu, spurning hvort hún ætti að hafa eitthvað annað í fanginu .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, það er eflaust ljótt af prinsessunni að láta berast af sér þessar fréttir en svona er nú bara lífið hjá henni .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.