De varme lande!

Kæra dagbók fyrirsögninni "stal" prinsessan frá fjölskyldu meðlim sem lét þessi orð falla við leikskólakennara sinn í Danmörku þegar hann var að fara til Mallorca líklega fjögurra ára gamall; "Farvel nu skal jeg rejse til de varme lande" Smile. Minnug þessara orða þá ákvað prinsessan að það væri best fyrir hana að fara til "de varme lande" þegar uppgötvaðist að hún væri með bráðaofnæmi fyrir kulda. Prinsessan spurðist fyrir hjá aðilum sem sögðust hafa vit á og höfðu dvalið nokkra vetur á Torrevieja-svæðinu, þeim bar saman um að hitinn á svæðínu færi varla undir 17°C yfir hádaginn yfir háveturinn, prinsessan hefði náttúrulega átt að taka eftir þessu varla Crying. Þó að fjölmiðlum beri saman um að hér sé kaldasti og votasti vetur sem komið hefur eftir mesta hitabylgju sumar í a.m.k. 50 ár þá hefur komið í ljós að hér fer hitinn undir 17°C öðru hvoru allan veturinn. Í nótt var t.d. -2°C og hitinn að skríða í 10°C um hádegi en fór reyndar í 17°C yfir hádaginn en það er nú líka kominn 10. mars.

Hvort sem það er "kuldinn" eða bara almennt ástand á prinsessunni, sem er náttúrulega prinsessan á bauninni endurborinn, þá hefur prinsessan verið með nokkuð þrálátan asma í vetur. Prinsessan ætlaði náttúrulega að láta innúðalyfin duga og vera dugleg að hreyfa sig og passa sig að verða ekki kalt en því miður hefur þetta ekki dugað og prinsessan "neyddist" til að byrja að taka "sterana" sína á mánudaginn, eftir að vera öll full af slími líka í ennis-og nefholum. Núna er prinsessan í huglægri meðferð hjá sjálfri sér og ætlar að líta á sterana sem vini sína sem hjálpa henni en ekki óvini sem þenja hana út, gera órólega og vansvefta Cool. Þessi meðferð hefur gengið vel í dag, eftir að hafa sofið út í morgun (reyndar lítið í nótt) þá lék prinsessan sér í tölvuleik, settist fullklædd út á pall og dreif sig svo að kaupa olíu á bílinn því hún ætlar að eiga nóga olíu til að komast út á flugvöll að sækja kærastann á morgun Wink. Að þessu loknu var prinsessan svo hress að hún skellti sér á kaffihús og fékk sér gott kaffi og fór svo í "window-shopping" sem hún hafði virkilega gaman af, keypti reyndar ost! Bæjarrúntinn endaði prinsessan á að kaupa sér kjúklingabita á "KFC"og snæddi svo heima hjá sér yfir fréttum af veðurhörmungum Spánverja og bitarnir fá góða einkunn en prinsessan hugsaði samt þá er það búið FootinMouth þ.e. að snæða "KFC" á Spáni.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og njótið stundarinnar Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert engri lík, hafðu það gott.

sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband