9.3.2010 | 13:11
Það er nú það!
Kæra dagbók þá situr prinsessan í hlýrabol í sólinni en á meðan hýrast Barcelónubúar í snjó . Í gær voru 30 sentimetrar af jafnföllnum snjó í Barcelóna og það kannast menn bara ekki við að hafi gerst áður. Enn rignir fyrir sunnan og það hefur víst ekki stytt upp í 20 daga í Malaga og þá hafði uppstyttan aðeins verið í 3 daga eftir stanslausar rigningar í 17 daga. Nú er svo komið að öll vatnsforðabúr Spánverja eru orðin yfirfull og rúma ekki meiri vatnsforða en síðastliðin tuttugu ár hefur forðinn verið undir meðallagi og uppskera eyðilagst hjá bændum vegna þurrka eins hafa orðið þurrkaskemmdir á golfvöllum þetta ættu Spánverjar að losna við í ár og þó ekkert bætist við.
Hér hefur hins vegar kólnað niður í 14°C síðustu þrjá daga og það rigndi helling á laugardaginn með roki og alles eins var "skítaveður" í gær en flott í dag og er að hlýna .
Prinsessan hefur haft það gott yfir "stelpu" og barna myndum meðan henni fannst ekkert útivistarveður fyrir prinsessur en hún hefur komist að því að popp smýgur alls staðar . Prinsessunni fer ekkert fram í spænskunni, enda ekki nógu dugleg við sjálfsnámið en hins vegar talar hún ensku alla daga af miklum móð í ræktinni og í kaffihópnum fyrir kraftgöngurnar. Þær bresku fá sér einhverra hluta vegna alltaf te, ég og hin argentínska (margmála, í tvöfaldri merkingu þessa orðs) fáum okkur kaffi og sú írska skiptir svona jafnt á milli.
Prinsessan bíður nú bara eftir að kærastinn mætir á svæði og svo hefur ekki borið mikið á fréttum að heiman, prinsessan veit bara ekkert hvað er að gerast fyrir utan það sem birtist á vefsíðum fjölmiðlanna og það eru sko engar fréttir fyrir prinsessu .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim hvort sem það eru búkhljóðar kveðjur eða bara sólarkveðjur
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei mín kæra, engin búkhljóð í dag, bara drottningarlegur pempíuháttur og hirðsiðir af bestu sort. Ég er enn að veltast með nágranna þinn hann Dante, mikið hefur hann verið með flókið sálarlíf. Ég hlakka til í næstu viku. Þá verður það riddarinn hugumstóri, hinn spánski Don Kíkóti sem mun eignast hug minn allan og hann var baráttumaður ef mig misminnir ekki. Skelfing vildi ég nú vera í sólbaði þarna, að ég tali ekki um Hafdísi litlu sem engist af útþrá. Við fölnum bara meir og meir, en er það ekki dálítið prinsessulegt? Betra en að vera með tanorexiu sem er splunkuný fíkn, fíkn í ljósabekki. Aumingja sjúklingarnir eru alveg stjórnlausir og skaðbrenndir. Hvað ætli séu mörg prósent þjóðarinn í ástandinu "normal"? Annars er allt fínt að frétta, smá vindgangur í flugumferðastjórum, þeir hafa ekki nema miljón á mánuði greyin, sem er náttúrulega ekki auðvelt í okkar árferði, en sínum augum lítur hver á silfrið eins og sagt er. Svona er nú pistillinn hér í dag, kveðjur frá landinu gráa!
Guðríður (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.