Einkahúmor!!

Kæra dagbók nú er svo komið að prinsessan hlær inn í sér og jafnvel upphátt á auglýsingatímum sjónvarpsins Grin svona er hún að verða biluð eða kannski var það alltaf. Þannig er nefnilega að hér eins og reyndar líka í Svíþjóð er alltaf verið að auglýsa hollar mjólkurvörur, þær sem eyða kólesteróli og uppþembu í görnunum, sem í sjálfu sér er ekki neitt fyndið, fólk þarf að passa kólesteról-magnið og ekki er gott að fólk sé að leysa vind út um hvippinn og hvappinn, með lykt og hljóðum svo að viðstaddir setja upp svip Blush. Prinsessan segir nú alltaf "engin synd þó búkurinn leysi vind" en séu það einhverjir aðrir búkar verður prinsessan ekkert mjög sæl ef mikill fnykur fylgir.

Sem sé Spánverjar auglýsa lausn við þessum vanda og auglýsingarnar eru tvær sem sem kom garnavænni "jógúrt á framfæri. Í annari leikur kornungkona sem leggur mikla áherslu á hvað ummál magans minnki mikið við að borða þessa "jógúrt". Í hinni auglýsingunni er kona á besta aldri og það er auglýsingin sem prinsessan hlær af, ekki vegna þess sem verið er að auglýsa heldur konunni sem leikur í auglýsingunni.  Ástæðan er að konan í þeirri auglýsingu minnir prinsessuna einhverra hluta vegna á gamla góða vinkonu sem var reyndar líka bekkjasystir prinsessunnnar Smile og á stórafmæli seinni í þessum mánuði. Vinkonan er sem sé "Hrútur" þ.e. í stjörnumerkinu hrútur og þar stendur vinkonan undir merki Whistling. Það fer ekki fram hjá neinum þegar hún mætir á svæðið, henni tekst alltaf að vekja á sér athygli með einhverjum hætti, henda einhverju niður, rekast á einhvern en prinsessan hefur aldrei staðið hana að því að vekja á sér athygli með vindgangi og þess vegna fjarstæðukennt að þessi auglýsing minni á þessa vinkonu. Þannig er það samt, leikkonan er ekkert lík vinkonunni þar sem leikkonan er ljóshærð (litað) en vinkonan dökkhærð (var það alltaf) og ekki sér prinsessan vinkonu sína fyrir sér vera að auglýsa einhverja hollustu freka mundi hún auglýsa poppkorn Shocking. Allavega er þetta sjónvarpsefni sem prinsessan skilur mjög vel þó það sé á spænsku og ekki verra að geta hlegið að því, svona á prinsessan góðar minningar.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og endilega njótið helgarinnar, það er nefnilega bara ein helgi í viku hverri Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú bara svona með garnirnar, þær búa til gas hvað sem hver segir. Þú hefur e.t.v. fylgst með því að samkvæmt fjölmiðlum Íslands, og ekki ljúga þeir, þá er mesta og besta kúagasið búið til á Íslandi. Hægt að reka allan bílaflotann með því. Eða a.m.k. allt norðurlandið. Svo er hér alls konar prump andlegt og líkamlegt, nú er ég t.d. að lesa um prumpandi djöfla í Kómedíu Dantesar. Altso, menn prumpuðu líka í gamla daga, dauðir menn freta, og af hverju ætli krakkar hlægi eins og asnar ef einhver leysir vind? Tökum prumpið bara í sátt og hættum þessum pempíuhætti.  Jamm og já.   Ertu búin að panta far heim? 

Guðríður Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 15:49

2 identicon

Mér finnst að Guðríður eigi að fara í Silfur Egils 

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband