4.3.2010 | 18:29
Manchester!!!!!!!!
Kæra dagbók prinsessan er ekki komin til Manchester en mikið þarf hún að leggja sig rosalega, ofboðslega fram við að skilja málýskuna þaðan og skilur sumt alls ekki . Prinsessan var sem sé í því í morgun að kvá hvað eftir annað en þá kom sú írska til hjálpar! Prinsessan var mætt í leikfimistíma í henni Soffíu í morgun og þá var tilkynnt að tíminn félli niður. Prinsessan taldi sig vel sleppa með 30 mínútur á þrekhjólinu kemur þá ekki hin galvaska Sharon frá Manchester og bíður prinsessunni með í kraftgöngu með fjórum öðrum hreyfiþyrstum kvenmönnum á ýmsum aldri. Fyrst var stoppað á veitingastað og sumar fengu sér te en prinsessan og ung snót frá Argentínu skelltu sér á kaffibolla. Þetta leit sem sé mjög vel út, kaffi stopp eftir 200 metra göngu, glæsilegt. Síðan hentu kvenmenn af sér töskum í íbúð Sharonar og tölt var með hundkvikindi að ströndinni vá æðislegt. Hvað gerist!!!! taka ekki kvennsur á sprett, það er að segja göngusprett og þessi sprettur með joggi upp allar hæðir/brekkur varði í rúman klukkutíma eða 63 mínútur. Prinsessan naut útsýnis og reyndar göngutúrsins mjög vel en hún var orðin mjög áhyggjufull að nú yrði hún alltof mjó. Til að bæta fyrir syndir morgunsins þá skellti prinsessan sér í mat á Mangóbar upp úr sex eftir að hafa legið í sólbaði og nært sig lítillega yfir daginn og þvílíkur matur eins og alltaf nú hefur sko áhyggjum prinsessunnar fækkað um allavega eina, hún nær að halda holdum .
Veðrið hjá prinsessunni hefur verið mjög gott að undanförnu og nýtur prinsessan þess að geta farið út að ganga án þess að hafa áhyggjur af öndunarfærunum þó svo að hún vildi miklu frekar draga sína eyju sunnar eða það sem væri enn betra fara að þola kulda því þá gæti hún drukkið ekta Mojito eða Sangría með öllum klökunum.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim nú situr prinsessan og telur dagana þar til kærastinn kemur og svo prinsessudóttirin rétt fyrir páska vantar bara rokkarann ógurlega .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dugleg ertu!!!! það vantar ekki úthaldið!!! frekar en liðleikann...a.m.k. geri ég ráð fyrir að liðleikinn í hægri öxl og olnboga sé nokkuð góður vegna mikilla glasalyftinga (eða bolla...) mikið verður gaman fyrir þig að fá kærastann aftur og afkvæmi. Ég hef aðeins heyrt í prinsessudótturinni og heyrist henni gnaga vel eins og mömmu sinni að hreyfa sig!! genatískt greinilega njóttu augnablikisins áfram, hér rignir eins og að vori og svo heyrum við í fréttum að jörð skjálfi undir Eyjafjallajökli....jæja nú þarf ég að fara að keyra á Flensborgarball, hér eru örfáir krakkar en hljómar eins og fullt hús af fólki.....haldu áfram að blogga eins og þú ert vön það er svo gaman að lesa það sem þú skrifar
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.