1.3.2010 | 15:41
Mangó!!!!
Kæra dagbók enn situr prinsessan á Mangó bar eða reyndar aftur . Hér er gott að vera enda heiður fyrir hjónin sem reka staðinn að fá prinsessu í heimsókn daglega . Prinsessan hefur lifað sannkölluðu prinsessulífi eftir klukkan sjö í morgun . Þannig er nefnilega að upp úr klukkan fjögur í nótt vakanaði prinsessan við þvílíkt gelt og læti fyrir utan gluggann hjá sér prinsessan áræddi ekki að kíkja út heldur snéri sér á hina hliðina enda með 160 cm breiða dýnu fyrir sig eina. Eftir einhvern tíma af gelti og háværum mannsröddu féll allt í ljúfan löð eða prinsessan bara sofnaði út frá hávaðanum ekki alveg öruggt hvort var. Um klukkan hálf sex vaknaði prinsessan aftur upp við sama hávaða og var hún þá orðin fullviss um að annað hvort væru hundkvikindin að aflífa hvorn annan eða mannverurnar að pína þá. Sökum þess hvað prinsessan er kjarkmikil þá áræddi hún að lyfta hleranum aðeins frá gluggaopinu og kíkja út . Þá blasti við prinsessunni skondin sjón, því á túninu hinu megin við götuna voru hlaupandi mannverur í sjálflýsandi vestum með "fiðrildaháfa" að elta hunda sem voru frávita að hræðslu og ýlfruðu og vældu og héldu eflaust að þeirra síðasta stund væri upp runninn, sem reyndar gæti alveg verið rétt hjá þeim . Loksins linnti látunum og prinsessan lagðist aðeins á koddan um klukkan sjö því hún ætlaði nú fljótlega í ræktina en klukkan gerði prinsessunni verulegan grikk því næst þegar prinsessan leit á klukkuna var hún tíu mínútur í tíu . Prinsessan hoppaði í æfingagallan á meðan vatnið hitnaði í einn "innstant" kaffi, át hálfan banana og tók lyfin sín á hlaupum og kaffibollan með sér í bílinn og mætti eiturhress í hana "Soffíu" skömmu síðar og var bara mjög dugleg að eigin sögn .
Prinsessan hefur fengið smá fréttir að heiman og þar sem hún er að lesa um munkinn sem seldi sportbílinn sinn þá hefur hún ákveðið að hlusta og lesa bara jákvæðu fréttirnar og sú best er að hægt var að koma ónefndri vinkonu gjörsamlega á óvart . Prinsessan hélt nefnilega að ekkert væri hægt að plata þessa vinkonu þar sem hún væri aðallega í því hlutverkinu en mikið átti vinkonan samt þessa "plötun" skilið .
Bless kæra dagbók prinsessan ætlar að sitja aðeins lengur á Mangóbar sér og gestgjöfum til mikillar ánægju og bestu kveðjur heim og munið að vera jákvæð því manni líður eins og manni vill að manni líði eins og ein góð kona sagði við prinsessun og hefur svo sannarlega reynst rétt að vel athuguðu máli .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
OOOO sofa út, kaffilbolli, ræktin...þvílík draumadagskrá já ég skildi sneiðina hér að ofan og er ekki enn búin að fatta hvar fattarinn er ´hjá mér..... Það voru ansi skemmtilegar kellur sem blönduðu þvílíkan ógeðisdrykk handa mér að það er nokkuð ljóst að þær hafa ekkért lært síðustu ár þrátt fyrir að ég sé búin að margblanda ofaní þær drengjakórinn var frábær sem kom í heimsókn og ekki voru brandararnir leiðinlegir sem sagðir voru á milli laga... sérstaklega ekki þessi um graðhestinn sem fór til Afríku og hitti sebrahest. Sebrahesturinn spurði hvernig hestur hann væri og hann sagði:" íslenskur graðhestur". "En hvernig hestur er það" spurði þá sebrahesturinn aftur. Þá sagði graðhesturinn við sebrahestinn: "vippaðu þér bara úr náttfötunum og ég skal sýna þér það"!!!
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.