28.2.2010 | 14:13
Netið hvað!
Góðan daginn kæra dagbók af prinsessunni er bara góða fréttir Hins vegar er nettenginginn hennar afskaplega leiðinleg fyrir utan að vera fokdýr á Íslenskan mælikvarða líka. Nú situr prinsessan á Mangó bar en þar er boðið upp á þráðlausa tengingu sem er í þokkabót gestum að kostnaðarlausu. Þannig að prinsessan situr með steik, rauðvínsglas og tölvu og nýtur sín .
Veðrið hefur verið mjög gott að undanförnu, alveg síðan að "stóra" systir fór heim . Annars hefur veðrið verið mun betra á Torrevieja-svæðinu en annars staðar á Spáni og prinsessan gerði aldrei ráð fyrir að vera að fara í 25°C og sól í fjóra mánuðu heldur svona meir Íslenskst sumar veður. Veðrið hefur verið heldur betra en gott Íslensk sumar þó það hafi rignt í viku meðan "stóra" systir var hér. Spánverjar kvarta hinsvegar mikið, ekki vanir þessum "kulda" og allir fréttatímar fullir af fréttum af veðri.
Prinsessan hefur aðeins verið að hitta Íslendinga síðustu daga og það hefur verið góða og skemmtileg tilbreyting annars er það "Soffia" sem er heimsótt allt að 4 sinnum í viku og svo góðir göngutúrar.
Bless kæra dagbók þá ætlar prinsessan að snúa sér alfarið að steikinni góðu
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jammý! ég vona að steikin hafi farið vel í þig. Það hefði nú verið gaman að hafa þig´hér í gær en mér var komið svo hrikalega á óvart að ég er enn að jafna mig. um 60 manns mættu í party sem ég vissi ekki af. Þetta höfðu karlarnir mínir planað með góðri aðstoð vina og ættingja.´
Frábært hvað veðrið er gott hjá þér, ég læt mig enn dreyma um sól og hita, verönd og sangria Haltu áfram að njóta staðar og stundar, knús á þig
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.