16.2.2010 | 13:09
I din´t.....
Kæra dagbók prinsessunni verður nú bara að orði eins og þjáningasystur hennar í leikfimi: " I didn´t come over here for this!" . Já já hér hefur rignt í nær fjóra daga og þeir sem eru í Torrevieja geta ekki kvartað því í Malaga, syðst á Spáni, eru þrumur og eldingar og allt á floti. Búið er að kalla út björgunarsveitir þar sem fólk er fast í húsum sínum sem eru umflotin vatni og í sjónvarpinu var verið að sýna frá þessu, fólkið beið við gluggana á efri hæðum húsa sinna og beið eftir björgun . Heilu fjöllin eru á faraldsfæti þarna suðurfrá og fólk á fótum fjör að launa að komast undan skriðuföllum og svo situr prinsessan og tuðar yfir smá rigningu hér. Annars fór töluvert fyrir brjóstið á systrum þegar þær sáu í sjónvarpinu myndir af flóðum inn í hús fólks og heilu vínkjallararnir voru á bólakafi . Norðar á Spáni og í fjöllunum er hins vegar allt á kafi í snjó og uppskerubrestu orðinn staðreynd víða, aumingja Spánverjar það ætlara ekki að þeim að ganga, fyrst fá þeir prinsessuna til sín og síðan skellur hver á óveðurshrinan eftir aðra .
Systur mættu í ræktina í morgun þrátt fyrir votviðri en það er hlýtt og nú hefur stytt upp svo ekki er ráð nema í tíma sé tekið svo næst á dagskrá er bíltúr í borgina Elche/Elx en þar er stærsti pálmaskógur Evrópu og fullt af gömlum byggingum allt frá tímum mára á Spáni. Borgin heitir Elche á spænsku en Elx á valíönsku sem er sér tungumál Valenciuhéraðs en færri og færri tala hana með hverju ári.
Bless kæra dagbók prinsessan er búin að grandskoða veðurspána og búast má við meiri bleytu næstu daga en þó 17-18°C sem er nú bara gott
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.